Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 23:30 Marjorie Taylor Greene sakar Twitter um ritskoðun og hlutdeild í „kommúnískri byltingu.“ AP/J. Scott Applewhite Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Greene hafi fjórum sinnum verið bönnuð tímabundið á miðlinum, en nú sé um að ræða ótímabundið bann. Bannið kom í kjölfar þess að Greene tísti í gær um „ótrúlega mikinn fjölda dauðsfalla í tengslum við bólusetningar,“ sem á ekki við rök að styðjast. Um var að ræða persónulegan reikning þingkonunnar en opinber reikningur hennar, sem haldið er úti af starfsfólki hennar og er lítið notaður er enn uppi. Í yfirlýsingu frá Twitter segir talsmaður fyrirtækisins að reikningi Greene hefði verið kippt úr sambandi fyrir ítrekuð brot gegn skilmálum fyrirtækisins um rangar um upplýsingar sem varða kórónuveirufaraldurinn. Samkvæmt skilmálunum er fólk bannað ótímabundið eftir að hafa gerst brotlegt í fimmta skipti, líkt og staðreyndin er í tilfelli Greene. Sakar Twitter um ritskoðun og kommúnisma Greene hefur ekki tekið banni Twitter þegjandi og hljóðlaust. Í langri yfirlýsingu sem hún gaf frá sér á samfélagsmiðlinum Telegram sagði hún að samfélagsmiðlar „gætu ekki komið í veg fyrir að sannleikanum yrði dreift vítt og breitt.“ Síðast braut Greene gegn skilmálum Twitter í ágúst, þegar hún sagði að bóluefni gegn Covid-19 væru að bregðast og hvatti eftirlitsstofnanir til þess að samþykkja ekki fleiri tegundir bóluefna. Þá sakaði hún Twitter um að vera handbendi ótilgreindra óvina Bandaríkjanna í „kommúnískri byltingu.“ Sektuð fyrir andóf gegn Covid-aðgerðum Greene er mikill og hávær stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var bannaður af Twitter í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna í janúar á síðasta ári. Fram að því hafði hann notað miðilinn mikið. Síðan þá hafa Trump og stuðningsmenn hans ítrekað sakað Twitter um ritskoðun og Trump höfðað mál til þess að fá reikning sinn á miðlinum virkjaðan á ný, án árangurs. Líkt og gefur að skilja er Greene mikill andstæðingur hvers konar aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún hefur ítrekað dregið virkni bóluefna í efa og verið sektuð fyrir að fylgja ekki reglum Bandaríkjaþings í tengslum við faraldurinn, meðal annars fyrir að vera ekki með grímu í þingsal. Hún hefur einnig haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2020, þar sem Joe Biden vann sigur á Trump, sem þá var forseti. Hún hefur ekki fært sönnur á þær fullyrðingar sínar, frekar en aðrir sem hafa haldið því sama fram, þar á meðal Trump sjálfur. Bandaríkin Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Greene hafi fjórum sinnum verið bönnuð tímabundið á miðlinum, en nú sé um að ræða ótímabundið bann. Bannið kom í kjölfar þess að Greene tísti í gær um „ótrúlega mikinn fjölda dauðsfalla í tengslum við bólusetningar,“ sem á ekki við rök að styðjast. Um var að ræða persónulegan reikning þingkonunnar en opinber reikningur hennar, sem haldið er úti af starfsfólki hennar og er lítið notaður er enn uppi. Í yfirlýsingu frá Twitter segir talsmaður fyrirtækisins að reikningi Greene hefði verið kippt úr sambandi fyrir ítrekuð brot gegn skilmálum fyrirtækisins um rangar um upplýsingar sem varða kórónuveirufaraldurinn. Samkvæmt skilmálunum er fólk bannað ótímabundið eftir að hafa gerst brotlegt í fimmta skipti, líkt og staðreyndin er í tilfelli Greene. Sakar Twitter um ritskoðun og kommúnisma Greene hefur ekki tekið banni Twitter þegjandi og hljóðlaust. Í langri yfirlýsingu sem hún gaf frá sér á samfélagsmiðlinum Telegram sagði hún að samfélagsmiðlar „gætu ekki komið í veg fyrir að sannleikanum yrði dreift vítt og breitt.“ Síðast braut Greene gegn skilmálum Twitter í ágúst, þegar hún sagði að bóluefni gegn Covid-19 væru að bregðast og hvatti eftirlitsstofnanir til þess að samþykkja ekki fleiri tegundir bóluefna. Þá sakaði hún Twitter um að vera handbendi ótilgreindra óvina Bandaríkjanna í „kommúnískri byltingu.“ Sektuð fyrir andóf gegn Covid-aðgerðum Greene er mikill og hávær stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var bannaður af Twitter í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna í janúar á síðasta ári. Fram að því hafði hann notað miðilinn mikið. Síðan þá hafa Trump og stuðningsmenn hans ítrekað sakað Twitter um ritskoðun og Trump höfðað mál til þess að fá reikning sinn á miðlinum virkjaðan á ný, án árangurs. Líkt og gefur að skilja er Greene mikill andstæðingur hvers konar aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún hefur ítrekað dregið virkni bóluefna í efa og verið sektuð fyrir að fylgja ekki reglum Bandaríkjaþings í tengslum við faraldurinn, meðal annars fyrir að vera ekki með grímu í þingsal. Hún hefur einnig haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2020, þar sem Joe Biden vann sigur á Trump, sem þá var forseti. Hún hefur ekki fært sönnur á þær fullyrðingar sínar, frekar en aðrir sem hafa haldið því sama fram, þar á meðal Trump sjálfur.
Bandaríkin Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira