Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 23:30 Marjorie Taylor Greene sakar Twitter um ritskoðun og hlutdeild í „kommúnískri byltingu.“ AP/J. Scott Applewhite Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Greene hafi fjórum sinnum verið bönnuð tímabundið á miðlinum, en nú sé um að ræða ótímabundið bann. Bannið kom í kjölfar þess að Greene tísti í gær um „ótrúlega mikinn fjölda dauðsfalla í tengslum við bólusetningar,“ sem á ekki við rök að styðjast. Um var að ræða persónulegan reikning þingkonunnar en opinber reikningur hennar, sem haldið er úti af starfsfólki hennar og er lítið notaður er enn uppi. Í yfirlýsingu frá Twitter segir talsmaður fyrirtækisins að reikningi Greene hefði verið kippt úr sambandi fyrir ítrekuð brot gegn skilmálum fyrirtækisins um rangar um upplýsingar sem varða kórónuveirufaraldurinn. Samkvæmt skilmálunum er fólk bannað ótímabundið eftir að hafa gerst brotlegt í fimmta skipti, líkt og staðreyndin er í tilfelli Greene. Sakar Twitter um ritskoðun og kommúnisma Greene hefur ekki tekið banni Twitter þegjandi og hljóðlaust. Í langri yfirlýsingu sem hún gaf frá sér á samfélagsmiðlinum Telegram sagði hún að samfélagsmiðlar „gætu ekki komið í veg fyrir að sannleikanum yrði dreift vítt og breitt.“ Síðast braut Greene gegn skilmálum Twitter í ágúst, þegar hún sagði að bóluefni gegn Covid-19 væru að bregðast og hvatti eftirlitsstofnanir til þess að samþykkja ekki fleiri tegundir bóluefna. Þá sakaði hún Twitter um að vera handbendi ótilgreindra óvina Bandaríkjanna í „kommúnískri byltingu.“ Sektuð fyrir andóf gegn Covid-aðgerðum Greene er mikill og hávær stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var bannaður af Twitter í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna í janúar á síðasta ári. Fram að því hafði hann notað miðilinn mikið. Síðan þá hafa Trump og stuðningsmenn hans ítrekað sakað Twitter um ritskoðun og Trump höfðað mál til þess að fá reikning sinn á miðlinum virkjaðan á ný, án árangurs. Líkt og gefur að skilja er Greene mikill andstæðingur hvers konar aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún hefur ítrekað dregið virkni bóluefna í efa og verið sektuð fyrir að fylgja ekki reglum Bandaríkjaþings í tengslum við faraldurinn, meðal annars fyrir að vera ekki með grímu í þingsal. Hún hefur einnig haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2020, þar sem Joe Biden vann sigur á Trump, sem þá var forseti. Hún hefur ekki fært sönnur á þær fullyrðingar sínar, frekar en aðrir sem hafa haldið því sama fram, þar á meðal Trump sjálfur. Bandaríkin Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Greene hafi fjórum sinnum verið bönnuð tímabundið á miðlinum, en nú sé um að ræða ótímabundið bann. Bannið kom í kjölfar þess að Greene tísti í gær um „ótrúlega mikinn fjölda dauðsfalla í tengslum við bólusetningar,“ sem á ekki við rök að styðjast. Um var að ræða persónulegan reikning þingkonunnar en opinber reikningur hennar, sem haldið er úti af starfsfólki hennar og er lítið notaður er enn uppi. Í yfirlýsingu frá Twitter segir talsmaður fyrirtækisins að reikningi Greene hefði verið kippt úr sambandi fyrir ítrekuð brot gegn skilmálum fyrirtækisins um rangar um upplýsingar sem varða kórónuveirufaraldurinn. Samkvæmt skilmálunum er fólk bannað ótímabundið eftir að hafa gerst brotlegt í fimmta skipti, líkt og staðreyndin er í tilfelli Greene. Sakar Twitter um ritskoðun og kommúnisma Greene hefur ekki tekið banni Twitter þegjandi og hljóðlaust. Í langri yfirlýsingu sem hún gaf frá sér á samfélagsmiðlinum Telegram sagði hún að samfélagsmiðlar „gætu ekki komið í veg fyrir að sannleikanum yrði dreift vítt og breitt.“ Síðast braut Greene gegn skilmálum Twitter í ágúst, þegar hún sagði að bóluefni gegn Covid-19 væru að bregðast og hvatti eftirlitsstofnanir til þess að samþykkja ekki fleiri tegundir bóluefna. Þá sakaði hún Twitter um að vera handbendi ótilgreindra óvina Bandaríkjanna í „kommúnískri byltingu.“ Sektuð fyrir andóf gegn Covid-aðgerðum Greene er mikill og hávær stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var bannaður af Twitter í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna í janúar á síðasta ári. Fram að því hafði hann notað miðilinn mikið. Síðan þá hafa Trump og stuðningsmenn hans ítrekað sakað Twitter um ritskoðun og Trump höfðað mál til þess að fá reikning sinn á miðlinum virkjaðan á ný, án árangurs. Líkt og gefur að skilja er Greene mikill andstæðingur hvers konar aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún hefur ítrekað dregið virkni bóluefna í efa og verið sektuð fyrir að fylgja ekki reglum Bandaríkjaþings í tengslum við faraldurinn, meðal annars fyrir að vera ekki með grímu í þingsal. Hún hefur einnig haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2020, þar sem Joe Biden vann sigur á Trump, sem þá var forseti. Hún hefur ekki fært sönnur á þær fullyrðingar sínar, frekar en aðrir sem hafa haldið því sama fram, þar á meðal Trump sjálfur.
Bandaríkin Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira