Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. janúar 2022 22:30 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16