Íbúar hvattir til að spara heita vatnið vegna bilunar í dælu hjá Rangárveitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 11:28 Íbúar sem Rangárveitur þjónusta eru hvattir til að spara vatnið. Vísir/Vilhelm Bilun kom upp í dælu í Rangárveitum, sem sér Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni. Vegna þessa er lægri þrýstingur á kerfinu á veitusvæðinu öllu og íbúar hvattir til að spara heita vatnið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Samkvæmt tilkynningunni hefur afhending á heitu vatni til stórnotenda verið takmarkað en afar mikilvægt er að viðskiptavinir Rangárveitna noti eins lítið heitt vatn og mögulegt er á meðan á viðgerðinni stendur. Segir þar að takist að draga úr notkun geti það komið í veg fyrir að fara þurfi í kerfisbundnar lokanir á veitusvæðinu. Talið er líklegt að bilunin tengist því að útleysing varð í aflvél í Búrfellsirkjun sem olli útleysingu hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík. Við það hafi tíðnihögg komið á rafkerfið og dælan stöðvast. Síðan hafi ekki verið hægt að koma henni af stað. Fram kemur í tilkynningu að þegar í stað hafi undirbúningur viðgerða hafist en útvega hafi þurft efni, mannskap og krana til að hífa dæluna upp úr holunni. Það hafi ekki verið hægt í gær vegna veðurs. Varadæla sé á staðnum og verði sett niður í stað þeirrar biluðu. Talið er að verkið gæti tekið um to daga og því gert ráð fyrir að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið á miðvikudagsmorgun. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að auka magn heits vatns inn á kerfið svo áhrif bilunarinnar verði sem minnst á heimili á svæðinu. Búið sé að tengja aðra heitavatnsholu í Laugalandi inn á kerfið, haft hafi verið samband við stórnotendur um að minnka notkun eins og hægt er og stýringum kerfisins hafi verið breytt Veitur hvetja fólk til að gæta þess að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að spara heita vatnið en um 90% allrar notkunar fari í húshitun. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Orkumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Samkvæmt tilkynningunni hefur afhending á heitu vatni til stórnotenda verið takmarkað en afar mikilvægt er að viðskiptavinir Rangárveitna noti eins lítið heitt vatn og mögulegt er á meðan á viðgerðinni stendur. Segir þar að takist að draga úr notkun geti það komið í veg fyrir að fara þurfi í kerfisbundnar lokanir á veitusvæðinu. Talið er líklegt að bilunin tengist því að útleysing varð í aflvél í Búrfellsirkjun sem olli útleysingu hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík. Við það hafi tíðnihögg komið á rafkerfið og dælan stöðvast. Síðan hafi ekki verið hægt að koma henni af stað. Fram kemur í tilkynningu að þegar í stað hafi undirbúningur viðgerða hafist en útvega hafi þurft efni, mannskap og krana til að hífa dæluna upp úr holunni. Það hafi ekki verið hægt í gær vegna veðurs. Varadæla sé á staðnum og verði sett niður í stað þeirrar biluðu. Talið er að verkið gæti tekið um to daga og því gert ráð fyrir að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið á miðvikudagsmorgun. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að auka magn heits vatns inn á kerfið svo áhrif bilunarinnar verði sem minnst á heimili á svæðinu. Búið sé að tengja aðra heitavatnsholu í Laugalandi inn á kerfið, haft hafi verið samband við stórnotendur um að minnka notkun eins og hægt er og stýringum kerfisins hafi verið breytt Veitur hvetja fólk til að gæta þess að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að spara heita vatnið en um 90% allrar notkunar fari í húshitun.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Orkumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira