„Skjóta fjandans veiruna á braut“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 13:00 Flugeldasala í morgun. stöð2 Flugeldasala Landsbjargar hefur gengið vel í ár. Viðskiptavinur segir að í kvöld verði kórónuveiran skotin burt fyrir fullt og allt. Flugeldasala hefur gengið vel í ár að sögn sölustjóra hjá Landsbjörg. Stjörnuljós, rakettur og stórar bombur eru venju samkvæmt vinsælastar. Þetta hefur að einhverju leyti verið hamfaraár. Er fólk spennt að sprengja það burt? „Já eigum við ekki að segja að fólk sé mjög spennt fyrir kvöldinu. Það er að minnsta kosti mjög mikil spenna hér inni,“ sagði Edda Anika Einarsdóttir, sölustjóri Gróubúð. „Ég kaupi nú alltaf eitthvað pínu lítið en það hefur minnkað verulega með árunum en nú sá ég ástæðu til þess að reyna að finna mér eitthvað til þess að skjóta fjandans veiruna á braut. Nú verður hún skotin á braut,“ sagði Stefán Guðsteinsson. Þegar fréttastofu bar að garði var hópur ferðamanna í kynningarferð í flugeldasölunni, en það er árleg hefð. „Ég skýri fyrir þeim sprengigleði Íslendinga. Ég skýri fyrir þeim samtökin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitina og hvernig við byggjum þetta upp. Þetta vekur alltaf mikla athygli þegar við segjum frá því hvernig við gerum þetta á Íslandi. Bæði flugeldarnir og björgunarstarfið,“ sagði Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður. „En það eru útlendingar sem hafa komið hingað nokkur ár í röð og eru komnir til Íslands til þess að skjóta flugeldum og þeir koma og kaupa almennilega flugelda. Styrkja okkur vel.“ Á að taka á því í kvöld? „Já svona eins og aðstæður bjóða upp á já,“ sagði Stefán. Einhver skilaboð inn í nýja árið? „Fara varlega. Bæði í flugeldamálum og veirumálum. Það hlýtur að vera markmið okkar að komast út úr þessum fjanda.“ Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Tengdar fréttir Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 31. desember 2021 09:15 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Flugeldasala hefur gengið vel í ár að sögn sölustjóra hjá Landsbjörg. Stjörnuljós, rakettur og stórar bombur eru venju samkvæmt vinsælastar. Þetta hefur að einhverju leyti verið hamfaraár. Er fólk spennt að sprengja það burt? „Já eigum við ekki að segja að fólk sé mjög spennt fyrir kvöldinu. Það er að minnsta kosti mjög mikil spenna hér inni,“ sagði Edda Anika Einarsdóttir, sölustjóri Gróubúð. „Ég kaupi nú alltaf eitthvað pínu lítið en það hefur minnkað verulega með árunum en nú sá ég ástæðu til þess að reyna að finna mér eitthvað til þess að skjóta fjandans veiruna á braut. Nú verður hún skotin á braut,“ sagði Stefán Guðsteinsson. Þegar fréttastofu bar að garði var hópur ferðamanna í kynningarferð í flugeldasölunni, en það er árleg hefð. „Ég skýri fyrir þeim sprengigleði Íslendinga. Ég skýri fyrir þeim samtökin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitina og hvernig við byggjum þetta upp. Þetta vekur alltaf mikla athygli þegar við segjum frá því hvernig við gerum þetta á Íslandi. Bæði flugeldarnir og björgunarstarfið,“ sagði Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður. „En það eru útlendingar sem hafa komið hingað nokkur ár í röð og eru komnir til Íslands til þess að skjóta flugeldum og þeir koma og kaupa almennilega flugelda. Styrkja okkur vel.“ Á að taka á því í kvöld? „Já svona eins og aðstæður bjóða upp á já,“ sagði Stefán. Einhver skilaboð inn í nýja árið? „Fara varlega. Bæði í flugeldamálum og veirumálum. Það hlýtur að vera markmið okkar að komast út úr þessum fjanda.“
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Tengdar fréttir Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 31. desember 2021 09:15 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 31. desember 2021 09:15