„Skjóta fjandans veiruna á braut“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 13:00 Flugeldasala í morgun. stöð2 Flugeldasala Landsbjargar hefur gengið vel í ár. Viðskiptavinur segir að í kvöld verði kórónuveiran skotin burt fyrir fullt og allt. Flugeldasala hefur gengið vel í ár að sögn sölustjóra hjá Landsbjörg. Stjörnuljós, rakettur og stórar bombur eru venju samkvæmt vinsælastar. Þetta hefur að einhverju leyti verið hamfaraár. Er fólk spennt að sprengja það burt? „Já eigum við ekki að segja að fólk sé mjög spennt fyrir kvöldinu. Það er að minnsta kosti mjög mikil spenna hér inni,“ sagði Edda Anika Einarsdóttir, sölustjóri Gróubúð. „Ég kaupi nú alltaf eitthvað pínu lítið en það hefur minnkað verulega með árunum en nú sá ég ástæðu til þess að reyna að finna mér eitthvað til þess að skjóta fjandans veiruna á braut. Nú verður hún skotin á braut,“ sagði Stefán Guðsteinsson. Þegar fréttastofu bar að garði var hópur ferðamanna í kynningarferð í flugeldasölunni, en það er árleg hefð. „Ég skýri fyrir þeim sprengigleði Íslendinga. Ég skýri fyrir þeim samtökin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitina og hvernig við byggjum þetta upp. Þetta vekur alltaf mikla athygli þegar við segjum frá því hvernig við gerum þetta á Íslandi. Bæði flugeldarnir og björgunarstarfið,“ sagði Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður. „En það eru útlendingar sem hafa komið hingað nokkur ár í röð og eru komnir til Íslands til þess að skjóta flugeldum og þeir koma og kaupa almennilega flugelda. Styrkja okkur vel.“ Á að taka á því í kvöld? „Já svona eins og aðstæður bjóða upp á já,“ sagði Stefán. Einhver skilaboð inn í nýja árið? „Fara varlega. Bæði í flugeldamálum og veirumálum. Það hlýtur að vera markmið okkar að komast út úr þessum fjanda.“ Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Tengdar fréttir Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 31. desember 2021 09:15 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Flugeldasala hefur gengið vel í ár að sögn sölustjóra hjá Landsbjörg. Stjörnuljós, rakettur og stórar bombur eru venju samkvæmt vinsælastar. Þetta hefur að einhverju leyti verið hamfaraár. Er fólk spennt að sprengja það burt? „Já eigum við ekki að segja að fólk sé mjög spennt fyrir kvöldinu. Það er að minnsta kosti mjög mikil spenna hér inni,“ sagði Edda Anika Einarsdóttir, sölustjóri Gróubúð. „Ég kaupi nú alltaf eitthvað pínu lítið en það hefur minnkað verulega með árunum en nú sá ég ástæðu til þess að reyna að finna mér eitthvað til þess að skjóta fjandans veiruna á braut. Nú verður hún skotin á braut,“ sagði Stefán Guðsteinsson. Þegar fréttastofu bar að garði var hópur ferðamanna í kynningarferð í flugeldasölunni, en það er árleg hefð. „Ég skýri fyrir þeim sprengigleði Íslendinga. Ég skýri fyrir þeim samtökin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitina og hvernig við byggjum þetta upp. Þetta vekur alltaf mikla athygli þegar við segjum frá því hvernig við gerum þetta á Íslandi. Bæði flugeldarnir og björgunarstarfið,“ sagði Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður. „En það eru útlendingar sem hafa komið hingað nokkur ár í röð og eru komnir til Íslands til þess að skjóta flugeldum og þeir koma og kaupa almennilega flugelda. Styrkja okkur vel.“ Á að taka á því í kvöld? „Já svona eins og aðstæður bjóða upp á já,“ sagði Stefán. Einhver skilaboð inn í nýja árið? „Fara varlega. Bæði í flugeldamálum og veirumálum. Það hlýtur að vera markmið okkar að komast út úr þessum fjanda.“
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Tengdar fréttir Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 31. desember 2021 09:15 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 31. desember 2021 09:15