Byrjaði að leika á eldri árum og sló rækilega í gegn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2021 21:00 María Guðmundsdóttir, leikkona. Oddvar Hjartar Hún var algjör þjóðargersemi, segja vinir Maríu Guðmundsdóttur leikkonu sem lést nýverið eftir veikindi. Henni er lýst sem brjálæðislega fyndinni og skemmtilegri, en á sama tíma auðmjúkri og hógværri. María Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri þann níunda nóvember 1935. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur en leiklistin átti alltaf hug hennar og hjarta. Leiklistarferillinn hófst hins vegar ekki af alvöru fyrr en María lét af störfum sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun, en hún starfaði mikið fyrir Leikfélag Mosfellsbæjar og vann mikið með Steinda. „Allt sem ég hef gert hef ég nánast gert með Maríu, svona eiginlega. Eins og ég hef sagt áður þá var hún svona leynivopnið mitt. Ég gerði ekkert nema hafa hana með,“ segir Steindi. María sótti einnig spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur, þar sem hún var elsti nemandinn frá upphafi. „En hún gaf þessum ungu ekkert eftir,“ segir Dóra. „Ég roðnaði alveg stundum þegar María var í spuna. Hún var svo óhrædd og hispurslaus, og svo þegar hún var ekki í spunanum þá var hún svo auðmjúk og þakklát, lét ekki mikið fyrir sér fara en á sviði var ekkert sem gat stoppað hana. Hún var bara svo ótrúlega fyndin.“ Dóra og Steindi segja það merkilegt að hugsa til þess að María hafi byrjað leiklistarferil sinn á eldri árum. Hins vegar sé aldrei of seint að gera það sem mann langar til. „Margir halda að þeir séu of gamlir til að gera eitthvað, að þetta sé bara of mikill fíflagangur fyrir eldra fólk, en maður er aldrei of gamall til að hlæja og fíflast,“ segir Dóra. María lést þann 14. desember síðastliðinn. Dóra og Steindi minnast vinkonu sinnar með mikilli hlýju. „Ég er bara þakklátur fyrir allar stundirnar og ég held að við ættum öll að vera það. Hún var algjör þjóðargersemi,“ segir Steindi. Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Leikhús Andlát Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Sjá meira
María Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri þann níunda nóvember 1935. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur en leiklistin átti alltaf hug hennar og hjarta. Leiklistarferillinn hófst hins vegar ekki af alvöru fyrr en María lét af störfum sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun, en hún starfaði mikið fyrir Leikfélag Mosfellsbæjar og vann mikið með Steinda. „Allt sem ég hef gert hef ég nánast gert með Maríu, svona eiginlega. Eins og ég hef sagt áður þá var hún svona leynivopnið mitt. Ég gerði ekkert nema hafa hana með,“ segir Steindi. María sótti einnig spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur, þar sem hún var elsti nemandinn frá upphafi. „En hún gaf þessum ungu ekkert eftir,“ segir Dóra. „Ég roðnaði alveg stundum þegar María var í spuna. Hún var svo óhrædd og hispurslaus, og svo þegar hún var ekki í spunanum þá var hún svo auðmjúk og þakklát, lét ekki mikið fyrir sér fara en á sviði var ekkert sem gat stoppað hana. Hún var bara svo ótrúlega fyndin.“ Dóra og Steindi segja það merkilegt að hugsa til þess að María hafi byrjað leiklistarferil sinn á eldri árum. Hins vegar sé aldrei of seint að gera það sem mann langar til. „Margir halda að þeir séu of gamlir til að gera eitthvað, að þetta sé bara of mikill fíflagangur fyrir eldra fólk, en maður er aldrei of gamall til að hlæja og fíflast,“ segir Dóra. María lést þann 14. desember síðastliðinn. Dóra og Steindi minnast vinkonu sinnar með mikilli hlýju. „Ég er bara þakklátur fyrir allar stundirnar og ég held að við ættum öll að vera það. Hún var algjör þjóðargersemi,“ segir Steindi.
Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Leikhús Andlát Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Sjá meira