Strætó loks á leið í vistþorpið eftir að íbúar sökuðu borgina um tvískinnung Eiður Þór Árnason skrifar 22. desember 2021 21:18 Íbúum verður skutlað á næstu skiptistöð. Vísir/Vilhelm Strætó mun hefja ferðir í Gufunesþorp í Reykjavík þann 2. janúar næstkomandi en til að byrja með verða strætósamgöngur úr Gufunesi í formi pöntunarþjónustu. Komið verður upp merktri biðstöð hjá Gufunesþorpi en þar bíður farþegi eftir leigubíl sem kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó en líkast til verður það skiptistöðin í Ártúni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en panta þarf bílinn að minnsta kosti hálftíma fyrir áætlaða brottför. Borgarstjórn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember. Með pöntunarþjónustunni pantar fólk ferð með því að hringja í síma 588 5522 og farþegi sýnir bílstjóra Strætóappið eða Klappkortið sitt til að staðfesta ferðina. Engar almenningssamgöngur í vistþorpi Borgaryfirvöld hafa legið undir gagnrýni Fyrir að tryggja ekki aðgang að almenningssamgöngum í nýju íbúðahverfi í Gufunesi sem hefur verið kynnt sem vistþorp. Tinna Þorvalds Önnudóttir, íbúi í Gufunesi, gagnrýndi þessa stöðu í grein sem birtist á Vísi í nóvember. „Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífsstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur,“ segir Tinna. Tekið of langan tíma Tinna gerir sömuleiðis alvarlegar athugasemdir við að skortur sé á göngustígum sem liggi að hverfinu. Hún hafi raunar í fyrsta skipti á ævi sinni fundið þörf til þess að eiga bíl eftir að hún flutti í hverfið. Að sögn Tinnu geta íbúar sætt sig við að sett verði upp pöntunarþjónusta á vegum Strætó sem einhvers konar millibilsástand. Hún gagnrýnir þó hve lítið hafi gerst í þeim málum þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið. „Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur.“ Reykjavík Strætó Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Komið verður upp merktri biðstöð hjá Gufunesþorpi en þar bíður farþegi eftir leigubíl sem kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó en líkast til verður það skiptistöðin í Ártúni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en panta þarf bílinn að minnsta kosti hálftíma fyrir áætlaða brottför. Borgarstjórn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember. Með pöntunarþjónustunni pantar fólk ferð með því að hringja í síma 588 5522 og farþegi sýnir bílstjóra Strætóappið eða Klappkortið sitt til að staðfesta ferðina. Engar almenningssamgöngur í vistþorpi Borgaryfirvöld hafa legið undir gagnrýni Fyrir að tryggja ekki aðgang að almenningssamgöngum í nýju íbúðahverfi í Gufunesi sem hefur verið kynnt sem vistþorp. Tinna Þorvalds Önnudóttir, íbúi í Gufunesi, gagnrýndi þessa stöðu í grein sem birtist á Vísi í nóvember. „Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífsstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur,“ segir Tinna. Tekið of langan tíma Tinna gerir sömuleiðis alvarlegar athugasemdir við að skortur sé á göngustígum sem liggi að hverfinu. Hún hafi raunar í fyrsta skipti á ævi sinni fundið þörf til þess að eiga bíl eftir að hún flutti í hverfið. Að sögn Tinnu geta íbúar sætt sig við að sett verði upp pöntunarþjónusta á vegum Strætó sem einhvers konar millibilsástand. Hún gagnrýnir þó hve lítið hafi gerst í þeim málum þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið. „Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur.“
Reykjavík Strætó Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent