Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 13:24 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að málinu verði áfrýjað á öllum dómsstigum. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. Þrjú félög Gráa hersins höfðuðu mál gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðnum. Málið var byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Landssamband eldri borgara telur skerðinguna nema allt að 73 prósentum. Héraðsdómur féllst á það sjónarmið eldri borgara að ellilífeyrir, sem þeir eigi rétt á samkvæmt lögum um almannatryggingar, njóti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Gráa hersins, segir það áfangasigur þrátt fyrir að niðurstaða dómsins hafi verið sýkna. „Rökstuðningurinn er að reglur sem settar voru af löggjafanum rúmist innan verndarinnar sem eignin nýtur. Þá hafi heldur ekki verið gengið lengra í skerðingunum en nauðsynlegt er og þar með ekki brotið gegn jafnræðisreglunni. En það er stór sigur fyrir eldri borgara að dómurinn hafi fallist á að lífeyrinn nyti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Flóki. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan séu vonbrigði. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en það kemur út úr þessu líka að lífeyrisréttindin eru tryggð með eignarétti þannig að það er ekki bara hægt að segja að þetta séu einhverjar bætur sem verið sé að fleygja í fólk. Það er breyting í þessu, veruleg. En það er enn deilt um það hvernig þetta er greitt út miðað við samninga til áratuga sem menn töldu sig vera að gera,“ segir Helgi. „Það á enn eftir að taka á því. Við munum auðvitað áfrýja á öllum stigum. Það er svo auðvitað hugsun sem læðist að manni að þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir ríkið og þá horfir maður á íslenska dómstóla í kring um það.“ Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Þrjú félög Gráa hersins höfðuðu mál gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðnum. Málið var byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Landssamband eldri borgara telur skerðinguna nema allt að 73 prósentum. Héraðsdómur féllst á það sjónarmið eldri borgara að ellilífeyrir, sem þeir eigi rétt á samkvæmt lögum um almannatryggingar, njóti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Gráa hersins, segir það áfangasigur þrátt fyrir að niðurstaða dómsins hafi verið sýkna. „Rökstuðningurinn er að reglur sem settar voru af löggjafanum rúmist innan verndarinnar sem eignin nýtur. Þá hafi heldur ekki verið gengið lengra í skerðingunum en nauðsynlegt er og þar með ekki brotið gegn jafnræðisreglunni. En það er stór sigur fyrir eldri borgara að dómurinn hafi fallist á að lífeyrinn nyti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Flóki. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan séu vonbrigði. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en það kemur út úr þessu líka að lífeyrisréttindin eru tryggð með eignarétti þannig að það er ekki bara hægt að segja að þetta séu einhverjar bætur sem verið sé að fleygja í fólk. Það er breyting í þessu, veruleg. En það er enn deilt um það hvernig þetta er greitt út miðað við samninga til áratuga sem menn töldu sig vera að gera,“ segir Helgi. „Það á enn eftir að taka á því. Við munum auðvitað áfrýja á öllum stigum. Það er svo auðvitað hugsun sem læðist að manni að þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir ríkið og þá horfir maður á íslenska dómstóla í kring um það.“
Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent