Innlent

Göngu­götu­svæðið stækkað að beiðni ríkis­lög­reglu­stjóra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Götulokanir í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu.
Götulokanir í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu. Reykjavíkurborg.

Göngugötusvæðið í miðborg Reykjavíkur verður stækkað á Þorláksmessu í öryggisskyni.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að um sé að ræða öryggislokun að beiðni ríkislögreglustjóra vegna aukins mannfjölda sem leggur leið sína á Laugaveg og nágrenni á þessum degi.

Hefð er fyrir því að fólk fari í miðborgina á þessum síðasta langa verslunardegi fyrir jól.

Í tilkynningu frá borginni segir að með lokuninni sé gætt að öryggi gangandi vegfarenda og myndað aukið rými fyrir gesti miðborgarinnar.

Götulokanirnar standa yfir allan daginn frá klukkan 14 til 23 en skilti hafa verið uppi í nokkurn tíma við Laugaveg til að minna á lokunina. Vöruafgreiðsla verður heimil frá klukkan 7-14.

Kort sem sýnir götulokanir í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×