Sóttvarnarreglur brotnar á Baggalútstónleikum: „Talsverð ölvun á mannskapnum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 12:52 Baggalútstónleikar fóru fram í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnarreglur hafi verið brotnar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar megi meðal annars nefna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24