Körfubolti

Körfuboltakvöld: Framlenging undir áhrifum kjúklingavængja

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýjung í Framlengingunni.
Nýjung í Framlengingunni. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Hermann Hauksson og Tómas Steindórsson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld.

Þar bryddaði Kjartan Atli upp á áhugaverðri nýjung í Framlengingunni þar sem hann bauð sérfræðingum sínum upp á kjúklingavængi með sterkum sósum.

Óhætt er að segja að veitingarnar hafi haft talsverð áhrif á umræðuna en sjón er sögu ríkari og má sjá innslagið í heild í spilaranum hér neðst í fréttinni.

Umræðuefni kvöldsins

Hvað ætti Keflavík að gera?

Ef þið væruð með lyklavöld á Sauðárkróki...

Suðurnesin nú og í vor?

Hvað hefur komið mest á óvart á tímabilinu?

Hvaða þjálfara væruð þið mest til í að spila fyrir?

Klippa: Körfuboltakvöld - Framlenging 10.umferðar

Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Umræða um Jaka Brodnik

Subway Körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir yfir frammistöðu Jaka Brodnik í leik Keflavíkur og Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×