Viðreisn undirlögð af veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2021 12:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar eru bæði smituð af kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þingflokksformaðurinn bíður eftir niðurstöðu úr PCR-prófi en er ekki vongóð um að sleppa. Þegar hefur verið greint frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins og Guðbrandur Einarsson þingmaður hafi smitast. Þorgerður finnur aðeins fyrir vægum flensueinkennum. Hún er nú í einangrun í sumarbústað í Ölfusi og verður ein um jólin. „Það var mikið tilhlökkunarefni að við ætluðum að fara öll fjölskyldan bara yfir hájólin til Gísla, miðbarnsins míns, hann er að spila handbolta úti í Magdeburg. Við ætluðum að vera þar öll litla fjölskyldan. En ég vona að þau séu ekki komin með þetta þannig að þau geti farið til hans.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er allur þingflokkur Samfylkingar kominn í sóttkví. Þá er einn þingmaður Pírata einnig í sóttkví - og ljóst að þingflokkur Viðreisnar verður skipaður varaþingmönnum eftir helgi. „Ég geri mér nú grein fyrir því að það eru sumir andstæðingar okkar sem kætast yfir þessu, að gamla kerlingin sé komin í einangrun, en vitiði til. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ segir Þorgerður létt í bragði. Ekki vongóð um að sleppa Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segist stálslegin í samtali við fréttastofu. Hún fór í PCR-próf í morgun og bíður eftir niðurstöðu. „Ég er ekki sérlega vongóð um að sleppa. Í besta falli er ég komin í sóttkví þannig að þetta verður áhugavert nýtt þinglið sem mætir inn í fjárlagaumræðu eftir helgi. En við erum með öfluga varaþingmenn,“ segir Hanna. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar greindist með veiruna í gær. Hann segir líðanina góða og hann sé í raun ekkert veikur. Hann dvelur nú í farsóttarhúsi. „Þetta er náttúrulega bara alveg hundfúlt og það liggur fyrir að maður verður í einangrun um jólin,“ segir Sigmar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir erfiðast að fá ekki að halda jólin með börnum sínum.Vísir/vilhelm Þá greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar frá því á Facebook nú fyrir skömmu að hún hafi greinst með veiruna í gærkvöldi. „Ég er þríbólusett sem vonandi gerir næstu daga bærilega. Þakklát fyrir það. Það er sérstök tilfinning að fá þessa niðurstöðu en erfiðust finnst mér tilhugsunin um að vera ekki með börnunum mínum um jólin. Við finnum út úr því og höldum bara okkar jól saman ögn seinna í ár,“ segir Þorbjörg á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Þegar hefur verið greint frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins og Guðbrandur Einarsson þingmaður hafi smitast. Þorgerður finnur aðeins fyrir vægum flensueinkennum. Hún er nú í einangrun í sumarbústað í Ölfusi og verður ein um jólin. „Það var mikið tilhlökkunarefni að við ætluðum að fara öll fjölskyldan bara yfir hájólin til Gísla, miðbarnsins míns, hann er að spila handbolta úti í Magdeburg. Við ætluðum að vera þar öll litla fjölskyldan. En ég vona að þau séu ekki komin með þetta þannig að þau geti farið til hans.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er allur þingflokkur Samfylkingar kominn í sóttkví. Þá er einn þingmaður Pírata einnig í sóttkví - og ljóst að þingflokkur Viðreisnar verður skipaður varaþingmönnum eftir helgi. „Ég geri mér nú grein fyrir því að það eru sumir andstæðingar okkar sem kætast yfir þessu, að gamla kerlingin sé komin í einangrun, en vitiði til. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ segir Þorgerður létt í bragði. Ekki vongóð um að sleppa Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segist stálslegin í samtali við fréttastofu. Hún fór í PCR-próf í morgun og bíður eftir niðurstöðu. „Ég er ekki sérlega vongóð um að sleppa. Í besta falli er ég komin í sóttkví þannig að þetta verður áhugavert nýtt þinglið sem mætir inn í fjárlagaumræðu eftir helgi. En við erum með öfluga varaþingmenn,“ segir Hanna. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar greindist með veiruna í gær. Hann segir líðanina góða og hann sé í raun ekkert veikur. Hann dvelur nú í farsóttarhúsi. „Þetta er náttúrulega bara alveg hundfúlt og það liggur fyrir að maður verður í einangrun um jólin,“ segir Sigmar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir erfiðast að fá ekki að halda jólin með börnum sínum.Vísir/vilhelm Þá greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar frá því á Facebook nú fyrir skömmu að hún hafi greinst með veiruna í gærkvöldi. „Ég er þríbólusett sem vonandi gerir næstu daga bærilega. Þakklát fyrir það. Það er sérstök tilfinning að fá þessa niðurstöðu en erfiðust finnst mér tilhugsunin um að vera ekki með börnunum mínum um jólin. Við finnum út úr því og höldum bara okkar jól saman ögn seinna í ár,“ segir Þorbjörg á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05
Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15