Enginn eigi að þurfa að vera einn um jólin eða aðra daga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. desember 2021 13:00 Allt er að verða tilbúið fyrir jólaboð Hjálpræðishersins í ár. Mynd/Hjálpræðisherinn Hjálpræðisherinn í Reykjavík stendur fyrir sínu árlega jólaboði á aðfangadag en um 300 manns eru skráðir í boðið að þessu sinni. Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins segir að allt sé að verða tilbúið og stefna þau á að halda gleðileg jól þrátt fyrir faraldurinn. Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi. Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi.
Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17