Enginn eigi að þurfa að vera einn um jólin eða aðra daga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. desember 2021 13:00 Allt er að verða tilbúið fyrir jólaboð Hjálpræðishersins í ár. Mynd/Hjálpræðisherinn Hjálpræðisherinn í Reykjavík stendur fyrir sínu árlega jólaboði á aðfangadag en um 300 manns eru skráðir í boðið að þessu sinni. Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins segir að allt sé að verða tilbúið og stefna þau á að halda gleðileg jól þrátt fyrir faraldurinn. Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi. Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi.
Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17