Skipið strandaði um 500 metra frá landi og var áhöfn skipsins flutt yfir í Freyju en átján eru í áhöfn. Enginn leki mun hafa komið að skipinu þrátt fyrir strandið.
Samkvæmt upplýsingum frá varðstöð siglinga gekk vel að draga skipið til hafnar. Aðstæður á strandstað í gærkvöldi voru einnig ágætar; aflandsvindur og lítill sjógangur.
Þyrla Gæslunnar flaug yfir svæðið í gærkvöldi og varð áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum.
