Um sameiginlega hagsmuni Pétur G. Markan skrifar 14. desember 2021 08:30 Ég spilaði einu sinni með vöskum varnarmanni sem átti það til að einblýna svo mikið á andstæðinginn að hann gleymdi stundum að passa markið sitt. Mér datt þetta í hug þegar ég las grein sem átti að vera svargrein við grein sem ég skrifaði á föstudaginn. Greinin sem ég skrifaði fjallaði um innheimtu sóknargjalda, sem ríkið sinnir fyrir trúar- og lífsskoðunarfélög. Sóknargjöld sem drífa hið merkilega og mikilvæga starf áfram sem þessi félög sinna – íslensku samfélagi til ljóss, kærleika og lifandi menningar. Það er nefnilega þannig að íslenska ríkið heldur eftir hluta þessara sóknargjalda og þrengir þannig að rekstri og starfi trúar- og lífsskoðunarfélaga. Nú nálgast ég málið út frá þjóðkirkjunni, sem hefur einstaka stöðu í íslensku samfélagi. Þjóðkirkjan rækir starf sem auðveldlega má flokka sem grunnþjónustu og grafalvarlegt er að þrengja að – hvað þá halda eftir lögmætum tekjum sem fólkið í landinu velur að greiða til kirkjunnar – og sækir vandaða þjónustu á móti. En þegar kemur að skerðingu sóknargjalda er þjóðkirkjan að glíma sömu glímu og önnur trúar- og lífsskoðunarfélög. Réttlát leiðrétting eins og krafa þjóðkirkjunnar er myndi ná yfir öll félög – ekki bara þjóðkirkjuna. Hvað annað? Það er tákn um frjálsari og betri tíma að fólk hafi fleiri valkosti þegar kemur að því að sækja þjónustu og greiða sóknargjöld. Ný veröld sem mun efla og styrkja þjóðkirkjuna. Þannig rís Kristur upp við hverja áskorun og fagnaðarerindið lifir áfram. Greinin mín á föstudaginn snérist um þá óréttlátu meðferð ríkisins á tekjum trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það eru miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt fyrir alla haghafa að standa saman. Jafnvel standa í skjóli þess stærsta. Í það minnsta passa markið sitt. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Trúmál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég spilaði einu sinni með vöskum varnarmanni sem átti það til að einblýna svo mikið á andstæðinginn að hann gleymdi stundum að passa markið sitt. Mér datt þetta í hug þegar ég las grein sem átti að vera svargrein við grein sem ég skrifaði á föstudaginn. Greinin sem ég skrifaði fjallaði um innheimtu sóknargjalda, sem ríkið sinnir fyrir trúar- og lífsskoðunarfélög. Sóknargjöld sem drífa hið merkilega og mikilvæga starf áfram sem þessi félög sinna – íslensku samfélagi til ljóss, kærleika og lifandi menningar. Það er nefnilega þannig að íslenska ríkið heldur eftir hluta þessara sóknargjalda og þrengir þannig að rekstri og starfi trúar- og lífsskoðunarfélaga. Nú nálgast ég málið út frá þjóðkirkjunni, sem hefur einstaka stöðu í íslensku samfélagi. Þjóðkirkjan rækir starf sem auðveldlega má flokka sem grunnþjónustu og grafalvarlegt er að þrengja að – hvað þá halda eftir lögmætum tekjum sem fólkið í landinu velur að greiða til kirkjunnar – og sækir vandaða þjónustu á móti. En þegar kemur að skerðingu sóknargjalda er þjóðkirkjan að glíma sömu glímu og önnur trúar- og lífsskoðunarfélög. Réttlát leiðrétting eins og krafa þjóðkirkjunnar er myndi ná yfir öll félög – ekki bara þjóðkirkjuna. Hvað annað? Það er tákn um frjálsari og betri tíma að fólk hafi fleiri valkosti þegar kemur að því að sækja þjónustu og greiða sóknargjöld. Ný veröld sem mun efla og styrkja þjóðkirkjuna. Þannig rís Kristur upp við hverja áskorun og fagnaðarerindið lifir áfram. Greinin mín á föstudaginn snérist um þá óréttlátu meðferð ríkisins á tekjum trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það eru miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt fyrir alla haghafa að standa saman. Jafnvel standa í skjóli þess stærsta. Í það minnsta passa markið sitt. Höfundur er biskupsritari.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar