Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 14:48 Samband íslenskra sveitarfélaga óttast að óbreytt fjárlagafrumvarp boði niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. Samtökin tvö eru afar gagnrýnin á þau framlög sem eyrnamerkt eru hjúkrunarheimilum í fjárlagafrumvarpi næsta árs í umsögnum um fjárlagafrumvarpið. Milljarðurinn hafi komið í veg fyrir hamfarir í ár Í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er bent á að ekki sé gert ráð fyrir sambærilegri eins miljarðs viðbót við rekstrargrunn hjúkrunarheimila sem kom til framkvæmda í ár. „Þessi innspýting í rekstur hjúkrunarheimila árið 2021 kom í veg fyrir hamfarir í rekstri þeirra, niðurskurð á þjónustu og starfsmannahaldi,“ segir í umsögninni. Segir þar að mikilvægt sé að þessum fjármunum verði bætt við í fjárlögin. Ella þurfi að skera niður þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Kallað er eftir stórvægilegum lagfæringum á fjárlagafrumvarpinu í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Vilhelm „Ef ekki verða gerðar stórvægilegar lagfæringar á fjárlagafrumvarpinu og fjárframlög til hjúkrunarheimila hækkuð á milli umræðna þá eru óhjákvæmilegar afleiðingar af því enn frekari niðurskurður í rekstri hjúkrunarheimilanna og þar með enn meiri skerðing á þjónustu til íbúa.“ Er að auki bent á óbreytt fjárlög geti gert það að verkum að ýmis sveitarfélög aðrir og rekstraraðilar geti ekki lengur staðið undir rekstri hjúkrunarheimila neyðist til að skila honum til ríkisins. Fjárlögin endurspegli ekki loforð í stjórnarsáttmála Umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga er á svipuðum nótum þegar kemur að framlagi til hjúkrunarheimila í fjárlagafrumvarpinu. „Það eru mikil vonbrigði að fjárlagafrumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála en þar segir að þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.“ Hjúkrunarheimilið Hlíð á AkureyriVísir/Tryggvi Er bent á að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir tveggja milljarða hækkun til hjúkrunarheimila nægi það ekki, þar sem verulega virðist skorið niður á móti. Boði stórfelldan niðurskurð Þar beri helst að nefna að umræddur milljarður sem hafi afstýrt neyðarástandi á hjúkrunarheimilinum í sumar sé ekki að finna á fjárlögum næsta árs auk þess sem að ekki virðist gert ráð fyrir kostnaði hjúkrunarheimila við styttingu vinnuvikunnar. Þá sé ekki tekið nægjanlegt tillit til aukinnar hjúkrunarþyngdar, útlagakostnaðar eða verðlags-og launahækkana. „Reynist ofangreint rétt þá boðar fjárlagafrumvarp 2022 í raun stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila landsins.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Samtökin tvö eru afar gagnrýnin á þau framlög sem eyrnamerkt eru hjúkrunarheimilum í fjárlagafrumvarpi næsta árs í umsögnum um fjárlagafrumvarpið. Milljarðurinn hafi komið í veg fyrir hamfarir í ár Í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er bent á að ekki sé gert ráð fyrir sambærilegri eins miljarðs viðbót við rekstrargrunn hjúkrunarheimila sem kom til framkvæmda í ár. „Þessi innspýting í rekstur hjúkrunarheimila árið 2021 kom í veg fyrir hamfarir í rekstri þeirra, niðurskurð á þjónustu og starfsmannahaldi,“ segir í umsögninni. Segir þar að mikilvægt sé að þessum fjármunum verði bætt við í fjárlögin. Ella þurfi að skera niður þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Kallað er eftir stórvægilegum lagfæringum á fjárlagafrumvarpinu í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Vilhelm „Ef ekki verða gerðar stórvægilegar lagfæringar á fjárlagafrumvarpinu og fjárframlög til hjúkrunarheimila hækkuð á milli umræðna þá eru óhjákvæmilegar afleiðingar af því enn frekari niðurskurður í rekstri hjúkrunarheimilanna og þar með enn meiri skerðing á þjónustu til íbúa.“ Er að auki bent á óbreytt fjárlög geti gert það að verkum að ýmis sveitarfélög aðrir og rekstraraðilar geti ekki lengur staðið undir rekstri hjúkrunarheimila neyðist til að skila honum til ríkisins. Fjárlögin endurspegli ekki loforð í stjórnarsáttmála Umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga er á svipuðum nótum þegar kemur að framlagi til hjúkrunarheimila í fjárlagafrumvarpinu. „Það eru mikil vonbrigði að fjárlagafrumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála en þar segir að þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.“ Hjúkrunarheimilið Hlíð á AkureyriVísir/Tryggvi Er bent á að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir tveggja milljarða hækkun til hjúkrunarheimila nægi það ekki, þar sem verulega virðist skorið niður á móti. Boði stórfelldan niðurskurð Þar beri helst að nefna að umræddur milljarður sem hafi afstýrt neyðarástandi á hjúkrunarheimilinum í sumar sé ekki að finna á fjárlögum næsta árs auk þess sem að ekki virðist gert ráð fyrir kostnaði hjúkrunarheimila við styttingu vinnuvikunnar. Þá sé ekki tekið nægjanlegt tillit til aukinnar hjúkrunarþyngdar, útlagakostnaðar eða verðlags-og launahækkana. „Reynist ofangreint rétt þá boðar fjárlagafrumvarp 2022 í raun stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila landsins.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31