Fúlsar við Fyrsta blikinu og horfir frekar til Filippseyja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2021 15:00 Árni Stefán Árnason dýralögfræðingur verður ekki í annarri þáttaröð af Fyrsta blikinu þrátt fyrir að vinur hans hafi skorað hann á að sækja um. Vísir Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur sem hefur látið sig varða umræðuna um blóðmerahald og annað er við kemur dýravelferð, segir ekki annað fyrir íslenska karlmenn á hans aldri en að leita annað, til dæmis til Filippseyja. Aktvívistahópnum Öfgum blöskrar ummæli lögfræðingsins og segja skrifin ógeðfelld. Árni Stefán lætur þessi orð falla á Facebook í tilefni þess að Ása Ninna Pétursdóttir, sem stýrir sjónvarpsþáttunum Fyrsta blikinu, sagðist leita að eldri karlmönnum fyrir tökur á næstu þáttaröð. Ása Ninna segir pörunarferlið fyrir aðra seríu í fullum gangi, þ.e. verið er að raða fólki sem líklegt er að passi vel saman á stefnumót, en greinilegt að karlmenn eldri en 35 ára séu ragari við að sækja um í þættinum. „Yngri karlmennirnir eru greinilega miklu hugrakkari en til þess að við getum náð fleiri möguleikum á pörunum ætlum við að opna umsóknargluggann aftur í tvo daga og hvetjum því karlmenn á öllum aldri til þess að rífa sig í gang og freista þess að lenda í smá ævintýri,“ sagði Ása Ninna í gær. Steikin í toppstykkinu sé orðin svo mikil Ólíklegt er að hinn 61 árs gamli Árni Stefán, sem skráður er einhleypur á Facebook, verði á meðal þeirra sem sæki um. Árni Stefán telur Ásu Ninnu ekki átta sig á vissum staðreyndum þegar komi að eldri karlmönnum á Íslandi. Þeir séu í það minnsta fjórir vinirnir sem séu löngu búnir að missa áhugann á kvenkyns jafnöldrum sínum á Íslandi. „Steiktin í topp stykkinu þeirra er orðin svo mikil að það er ekki orku eyðandi í svona trip með þeim. Þess vegna sækjum við allir í talsvert yngri dömur,“ segir Árni Stefán. „Sá galli er á gjöf Njarðar til toppstykkis vorst að það er out hjá yngri íslenskum konum (mínus 15-20 ár miðað við okkur) að það höfðar ekki til þeirra að vera með eldri mönnum. Því erum við lok lok og læs nema t.d. að fara til Filipseyja að ná okkur í kjeddlingu. Þar er þankagangur kvenna í þessum allt annar og eiginlega líka merkilegri heldur en á meðal íslenskra kynsystra þeirra.“ Öfgum og fleirum blöskrar Hvort þessi skoðun Árna Stefáns sé útbreidd meðal jafnaldra hans skal ósagt látið. Viðbrögðin við færslu hans á Facebook hafa þó verið afar lítil, raunar engin. Skrifin hafa þó ratað út fyrir Facebook-vegg Árna og vekja aktívistasamtökin Öfgar athygli á skrifum hans. „Ógeðis skrif dagsins,“ segja samtökin á Twitter og deila skoðun Árna. Þorsteinn V. Hermannsson, sem heldur úti Karlmennskunni, er meðal þeirra sem eru undrandi og hneykslaðir á skrifunum. Ógeðis skrif dagsins‼️ pic.twitter.com/C9nbYCztRI— Öfgar (@ofgarofgar) December 13, 2021 „Vá!! Alveg grímulaust. Við erum bara komin þangað,“ segir Þorsteinn og vísar líklega til þess að fleiri gætu verið á þessari skoðun án þess að flagga henni. Sem Árni Stefán gerir óhikað. Raunar segir Árni Stefán að vinur hans hafi hvatt hann til að sækja um í þættinum. En þá reynist Árni Stefán hafa séð úrvalið af konum sem komu fram í þættinum og segir það hafa verið alveg hræðilegt. Að lokum er hann með heilræði um hvað þurfi til að mynda alvöru par. „Þetta þrennt sem þarf að smella hjá pari til að gera það að alvöru pari er langsótt í svona skemmtiþætti. Kynþokkafull, besti vinur og lover.“ Fjölmargir brugðust við kallinu Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi og crossfitkempa, sendir Ásu Ninnu skilaboð á Instagram í hæðnistón. „Úrvalið af kjéddlingum fyrir hann Árna var alveg hræðilegt í síðasta seasoni,“ segir Edda í háði og beinir orðum sínum til þáttarstjórnanda. „Farðu nú að átta þig á vissum staðreyndum eldri manna sem langar bara í sexy lover.“ Við þetta má bæta að fjölmargir karlar yfir fertugu eða vinir þeirra hafa svarað kalli Ásu frá því í gær. Fjölgað hefur umtalsvert í hópi 35 ára og eldri sem vilja stíga út fyrir þægindarammann og spreyta sig í Fyrsta blikinu. Fyrsta blikið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Árni Stefán lætur þessi orð falla á Facebook í tilefni þess að Ása Ninna Pétursdóttir, sem stýrir sjónvarpsþáttunum Fyrsta blikinu, sagðist leita að eldri karlmönnum fyrir tökur á næstu þáttaröð. Ása Ninna segir pörunarferlið fyrir aðra seríu í fullum gangi, þ.e. verið er að raða fólki sem líklegt er að passi vel saman á stefnumót, en greinilegt að karlmenn eldri en 35 ára séu ragari við að sækja um í þættinum. „Yngri karlmennirnir eru greinilega miklu hugrakkari en til þess að við getum náð fleiri möguleikum á pörunum ætlum við að opna umsóknargluggann aftur í tvo daga og hvetjum því karlmenn á öllum aldri til þess að rífa sig í gang og freista þess að lenda í smá ævintýri,“ sagði Ása Ninna í gær. Steikin í toppstykkinu sé orðin svo mikil Ólíklegt er að hinn 61 árs gamli Árni Stefán, sem skráður er einhleypur á Facebook, verði á meðal þeirra sem sæki um. Árni Stefán telur Ásu Ninnu ekki átta sig á vissum staðreyndum þegar komi að eldri karlmönnum á Íslandi. Þeir séu í það minnsta fjórir vinirnir sem séu löngu búnir að missa áhugann á kvenkyns jafnöldrum sínum á Íslandi. „Steiktin í topp stykkinu þeirra er orðin svo mikil að það er ekki orku eyðandi í svona trip með þeim. Þess vegna sækjum við allir í talsvert yngri dömur,“ segir Árni Stefán. „Sá galli er á gjöf Njarðar til toppstykkis vorst að það er out hjá yngri íslenskum konum (mínus 15-20 ár miðað við okkur) að það höfðar ekki til þeirra að vera með eldri mönnum. Því erum við lok lok og læs nema t.d. að fara til Filipseyja að ná okkur í kjeddlingu. Þar er þankagangur kvenna í þessum allt annar og eiginlega líka merkilegri heldur en á meðal íslenskra kynsystra þeirra.“ Öfgum og fleirum blöskrar Hvort þessi skoðun Árna Stefáns sé útbreidd meðal jafnaldra hans skal ósagt látið. Viðbrögðin við færslu hans á Facebook hafa þó verið afar lítil, raunar engin. Skrifin hafa þó ratað út fyrir Facebook-vegg Árna og vekja aktívistasamtökin Öfgar athygli á skrifum hans. „Ógeðis skrif dagsins,“ segja samtökin á Twitter og deila skoðun Árna. Þorsteinn V. Hermannsson, sem heldur úti Karlmennskunni, er meðal þeirra sem eru undrandi og hneykslaðir á skrifunum. Ógeðis skrif dagsins‼️ pic.twitter.com/C9nbYCztRI— Öfgar (@ofgarofgar) December 13, 2021 „Vá!! Alveg grímulaust. Við erum bara komin þangað,“ segir Þorsteinn og vísar líklega til þess að fleiri gætu verið á þessari skoðun án þess að flagga henni. Sem Árni Stefán gerir óhikað. Raunar segir Árni Stefán að vinur hans hafi hvatt hann til að sækja um í þættinum. En þá reynist Árni Stefán hafa séð úrvalið af konum sem komu fram í þættinum og segir það hafa verið alveg hræðilegt. Að lokum er hann með heilræði um hvað þurfi til að mynda alvöru par. „Þetta þrennt sem þarf að smella hjá pari til að gera það að alvöru pari er langsótt í svona skemmtiþætti. Kynþokkafull, besti vinur og lover.“ Fjölmargir brugðust við kallinu Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi og crossfitkempa, sendir Ásu Ninnu skilaboð á Instagram í hæðnistón. „Úrvalið af kjéddlingum fyrir hann Árna var alveg hræðilegt í síðasta seasoni,“ segir Edda í háði og beinir orðum sínum til þáttarstjórnanda. „Farðu nú að átta þig á vissum staðreyndum eldri manna sem langar bara í sexy lover.“ Við þetta má bæta að fjölmargir karlar yfir fertugu eða vinir þeirra hafa svarað kalli Ásu frá því í gær. Fjölgað hefur umtalsvert í hópi 35 ára og eldri sem vilja stíga út fyrir þægindarammann og spreyta sig í Fyrsta blikinu.
Fyrsta blikið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið