Körfuboltakvöld: Kristinn Óskarsson útskýrir óíþróttamannslegar villur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2021 23:31 Körfboltadómarinn Kristinn Óskarsson fór yfir mismunandi flokka af óíþróttamannslegum villum með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru af stað með nýjan lið í seinasta þætti, Dómarahornið, þar sem dómarinn Kristinn Óskarsson mætti í settið og fór yfir reglurnar með strákunum. Í þessu fyrsta innslagi af Dómarahorninu fór Kristinn yfir mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum. Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur Körfuboltakvöld Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur
Körfuboltakvöld Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira