Menntaskólinn við Sund mismunaði á grundvelli aldurs Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 10:40 Menntaskólinn við Sund braut lög þegar það réð í stöðu kennara við skólann. Vísir/Vilhelm Menntaskólinn við Sund braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar hann réð í stöðu kennara við skólann. Samkvæmt skólanum myndi fylgja því aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri á svokallaðri 60 ára reglu. Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira