„Við hinir hefðum átt að taka upp keflið“ Atli Arason skrifar 10. desember 2021 23:06 Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls. vísir/vilhelm Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var svekktur með 9 stiga tap gegn sínum gömlu félögum í Keflavík í kvöld, 93-84. „Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
„Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira