Króatía lenti í vandræðum með Argentínu og var tveimur mörkum undir í hálfleik, staðan þá 14-12 Argentínu í vil. Í síðari hálfleik gekk hins vegar ekkert upp hjá argentíska liðinu og Króatía vann leikinn með sex marka mun, lokatölur 28-22.
Stela Posavec var frábær í liði Króatíu en hún skoraði átta mörk.
Suður-Kórea lenti ekki í teljandi vandræðum með Tékkland. Eftir að vera sjö mörkum yfir í hálfleik vann S-Kórea leikinn á endanum með sex marka mun, lokatölur 32-26.
Brasilía vann Austurríki með sjö marka mun í mjög fjörugum leik. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en í síðari hálfleik skoraði brasilíska liðið nánast í hverri sókn. Alls skoraði liðið 23 mörk og vann leikinn 38-31.
Tamires Morena Lima var markahæst í liði Brasilíu með sjö mörk. Þá vann Þýskaland sannfærandi 11 marka sigur á Kongó, lokatölur 29-18.