Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur Snorri Másson skrifar 9. desember 2021 07:01 Guðmundur Kristjánsson er einn auðugasti maður landsins og honum er hugað um íslenska tungu. Kallaðu það auglýsingu ef þú vilt, segir hann um ríkulegar fjárveitingar sínar til málaflokksins. Vísir/Arnar Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið. Af umtalsverðum tekjum Guðmundar í Brimi fara tugir milljóna króna í verkefni tengd íslenskri tungu á ári hverju. Íslenskan er hafsjór, segir útgerðarmaðurinn, en það þarf að leggja sérstaka rækt við hana á þessum síðustu og verstu tímum. Læsi fer hrakandi og aðfluttir sjá sumir ekki ástæðu til að reyna að læra tungumálið. Fréttastofa leit við á skrifstofu Brims hf. í dag: Guðmundur hefur stutt ríkulega við Hið íslenska bókmenntafélag á árinu og var nú síðast að kaupa 3.000 eintök af barnabókum í flokknum Litla fólkið og stóru draumarnir fyrir alla grunnskóla landsins. „Þetta eru svo frábærar bækur. Þarna eru góðar fyrirmyndir alls staðar að úr heiminum, úr öllum stéttum og af litarhafti og hvað sem er. Þegar ég var að læra að lesa sem ungur drengur fannst mér gaman af svona bókum og spennubókum og svona,“ segir Guðmundur. Bækurnar eru vandaðar þýðingar úr spænsku, en höfundurinn spænskur rithöfundur og listamaður, Maria Isabel Sánchez Vegara. Bókaflokkurinn tekur fyrir sögur ólíkra hetja mannkynssögunnar, allt frá Steve Jobs og Rosu Parks til Ameliu Earheart og Marie Curie. Sífellt koma út bækur um nýjar persónur í mannkynssögunni og forlagið Stórir draumar selur foreldrum þær í áskrift.Stórir draumar Sú síðastnefnda var pólsk, eins og krakkarnir lesa um í bókunum, og heimurinn er fjölbreyttur. Starfslið Brims er það einnig og í haust var hafður sá háttur á hjá fyrirtækinu að starfsfólki var boðin íslenskukennsla á launum eftir vakt. Guðmundur telur því ábótavant að fyrirtæki standi fyrir annarri eins þjónustu, ef takast á að kenna aðfluttum tungumálið. „Ef þessi starfsmaður ætlar að vera hérna áfram hjá okkur þá er svo mikilvægt að hann læri tungumálið. Þá mun hann aðlagast okkar samfélagi betur og ég er viss um að honum mun líða miklu betur líka. Það hefur fjölgað svo gríðarlega mikið í þessum hópi. Hluti af þeim er bara hluta úr ári og fer svo en þeir sem eru hérna til lengri tíma, við eigum að styðja þau og hvetja til að læra okkar tungu,“ segir Guðmundur. Ekki að kaupa sér vini Guðmundur telur ekki óæskilegt að skilja meiri peninga eftir inni í fyrirtækjum landsins svo að þau svo verji þeim í samfélagsleg verkefni, í stað þess að fela það einvörðungu ríkisvaldinu. Guðmundur Kristjánsson hefur lengi verið fyrirferðarmikill leikandi í íslenskum sjávarútvegi en tók aftur við forstjórasætinu í Brim á þessu ári, eftir hlé.Vísir/Vilhelm En hvað ætli drífi Guðmund til þessara verka? Brim hf. er metið á um 150 milljarða íslenskra króna og þar af fer Guðmundur með um helmingshlut. Þú hefur verið uppnefndur Guðmundur vinalausi, þú ert ekkert að kaupa þér vini með þessu? „Nei, vinirnir, þeir koma og fara sumir. En sumir eru bara alltaf með þér og það skiptir ekki alltaf máli. Ég held að við útgerðarkarlarnir, það er seint að við verðum vinsælir hér á Íslandi,“ segir Guðmundur. „Ég tel og við í Brimi teljum að það að fara inn í íslenskuna sé mikilvægt fyrir okkar samfélag. Og hvort sem þú kallar þetta auglýsingu eða ekki, ég er bara stoltur af því að vera þegn í þessu landi og taka þátt í samfélaginu,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Brim Tengdar fréttir Íslenskan er hafsjór Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. 16. nóvember 2021 11:00 Brim leiðandi í nýrri fjármögnun sjávarútvegs Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. 20. október 2021 07:01 Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira
Af umtalsverðum tekjum Guðmundar í Brimi fara tugir milljóna króna í verkefni tengd íslenskri tungu á ári hverju. Íslenskan er hafsjór, segir útgerðarmaðurinn, en það þarf að leggja sérstaka rækt við hana á þessum síðustu og verstu tímum. Læsi fer hrakandi og aðfluttir sjá sumir ekki ástæðu til að reyna að læra tungumálið. Fréttastofa leit við á skrifstofu Brims hf. í dag: Guðmundur hefur stutt ríkulega við Hið íslenska bókmenntafélag á árinu og var nú síðast að kaupa 3.000 eintök af barnabókum í flokknum Litla fólkið og stóru draumarnir fyrir alla grunnskóla landsins. „Þetta eru svo frábærar bækur. Þarna eru góðar fyrirmyndir alls staðar að úr heiminum, úr öllum stéttum og af litarhafti og hvað sem er. Þegar ég var að læra að lesa sem ungur drengur fannst mér gaman af svona bókum og spennubókum og svona,“ segir Guðmundur. Bækurnar eru vandaðar þýðingar úr spænsku, en höfundurinn spænskur rithöfundur og listamaður, Maria Isabel Sánchez Vegara. Bókaflokkurinn tekur fyrir sögur ólíkra hetja mannkynssögunnar, allt frá Steve Jobs og Rosu Parks til Ameliu Earheart og Marie Curie. Sífellt koma út bækur um nýjar persónur í mannkynssögunni og forlagið Stórir draumar selur foreldrum þær í áskrift.Stórir draumar Sú síðastnefnda var pólsk, eins og krakkarnir lesa um í bókunum, og heimurinn er fjölbreyttur. Starfslið Brims er það einnig og í haust var hafður sá háttur á hjá fyrirtækinu að starfsfólki var boðin íslenskukennsla á launum eftir vakt. Guðmundur telur því ábótavant að fyrirtæki standi fyrir annarri eins þjónustu, ef takast á að kenna aðfluttum tungumálið. „Ef þessi starfsmaður ætlar að vera hérna áfram hjá okkur þá er svo mikilvægt að hann læri tungumálið. Þá mun hann aðlagast okkar samfélagi betur og ég er viss um að honum mun líða miklu betur líka. Það hefur fjölgað svo gríðarlega mikið í þessum hópi. Hluti af þeim er bara hluta úr ári og fer svo en þeir sem eru hérna til lengri tíma, við eigum að styðja þau og hvetja til að læra okkar tungu,“ segir Guðmundur. Ekki að kaupa sér vini Guðmundur telur ekki óæskilegt að skilja meiri peninga eftir inni í fyrirtækjum landsins svo að þau svo verji þeim í samfélagsleg verkefni, í stað þess að fela það einvörðungu ríkisvaldinu. Guðmundur Kristjánsson hefur lengi verið fyrirferðarmikill leikandi í íslenskum sjávarútvegi en tók aftur við forstjórasætinu í Brim á þessu ári, eftir hlé.Vísir/Vilhelm En hvað ætli drífi Guðmund til þessara verka? Brim hf. er metið á um 150 milljarða íslenskra króna og þar af fer Guðmundur með um helmingshlut. Þú hefur verið uppnefndur Guðmundur vinalausi, þú ert ekkert að kaupa þér vini með þessu? „Nei, vinirnir, þeir koma og fara sumir. En sumir eru bara alltaf með þér og það skiptir ekki alltaf máli. Ég held að við útgerðarkarlarnir, það er seint að við verðum vinsælir hér á Íslandi,“ segir Guðmundur. „Ég tel og við í Brimi teljum að það að fara inn í íslenskuna sé mikilvægt fyrir okkar samfélag. Og hvort sem þú kallar þetta auglýsingu eða ekki, ég er bara stoltur af því að vera þegn í þessu landi og taka þátt í samfélaginu,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Brim Tengdar fréttir Íslenskan er hafsjór Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. 16. nóvember 2021 11:00 Brim leiðandi í nýrri fjármögnun sjávarútvegs Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. 20. október 2021 07:01 Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira
Íslenskan er hafsjór Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. 16. nóvember 2021 11:00
Brim leiðandi í nýrri fjármögnun sjávarútvegs Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. 20. október 2021 07:01
Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01