Þurfti að stöðva sýningu vegna drykkjuláta í annað sinn á ferlinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2021 20:00 Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikhússtjóri Gaflaraleikhússins. Vísir/Vilhelm Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir aukinni áfengisneyslu og ólátum meðal áhorfenda, sem mögulega geti skrifast á stuttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa, í annað sinn á ferlinum. Hún fagnar þó hvers kyns samtali við áhorfendur og bendir á að sýningin bjóði upp á meiri þátttöku þeirra en gengur og gerist. En fyrst víkur sögunni að Borgarleikhúsinu. Á laugardagskvöld var þar áhorfandi til ófriðs á Bubbasöngleiknum 9 lífum, sem lyktaði með því að Halldóra Geirharðsdóttir, einn aðalleikara sýningarinnar, skarst í leikinn - og það hafði tilætluð áhrif. Það ríkti friður í salnum, og raunar ekki bara friður heldur tók við dynjandi lófatak annarra áhorfenda, sem voru ánægðir með framtak Halldóru. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að því miður komi það fyrir að meðal gesta slæðist inn einn og einn sem búinn sé að fá sér aðeins of mikið. Drukknir einstaklingar geti verið til trafala og brugðist sé við því af bestu getu. Leikhúsið hafi þó ekki fundið fyrir aukningu á ölvun meðal gesta. Algjör hvítvínssýning Það hefur Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins og ein leikkvenna í sýningunni Bíddu bara, þó gert. Fólk sé orðið verulega samkomuþyrst. „Það er sko verið að taka fyrirpartíið og fordrykkinn og leiksýninguna og eftirpartíið og allt á þessum þremur tímum sem þú hefur áður en það er skellt í lás. Þannig að við höfum fundið fyrir því að það hefur verið, hvað á ég að segja, virk þátttaka,“ segir Björk og hlær. „En við höfum svolítið verið að tala um þetta kollegarnir, að þetta er víða.“ Þetta eigi við sýninguna Bíddu bara, sem vissulega bjóði upp á meiri þátttöku áhorfenda en gengur og gerist. „Þannig að þetta er algjör hvítvínssýning. En kannski bara, ekki drekka heila belju!“ segir Björk. Hún fer þar með eitt þriggja aðalhlutverka ásamt Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld en sú síðastnefnda hefur nú horfið frá vegna barneignarleyfis. Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur tekið við hlutverki Sölku. Komnar í samkeppni við partíið á sviðinu Þá þurfti Björk hreinlega að stöðva sýningu á verkinu á dögunum vegna hóps kvenna sem hafði sig fullmikið í frammi. „Þá sátu þær á fremsta bekk og partíið var bara komið í svo mikla samkeppni við það sem við vorum að gera á sviðinu þannig að það var eiginlega ekki vinnufært. Og svo kemur að því að maður þarf að hugsa um hina 200, sem voru kannski ekki alveg á sama stað.“ Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
En fyrst víkur sögunni að Borgarleikhúsinu. Á laugardagskvöld var þar áhorfandi til ófriðs á Bubbasöngleiknum 9 lífum, sem lyktaði með því að Halldóra Geirharðsdóttir, einn aðalleikara sýningarinnar, skarst í leikinn - og það hafði tilætluð áhrif. Það ríkti friður í salnum, og raunar ekki bara friður heldur tók við dynjandi lófatak annarra áhorfenda, sem voru ánægðir með framtak Halldóru. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að því miður komi það fyrir að meðal gesta slæðist inn einn og einn sem búinn sé að fá sér aðeins of mikið. Drukknir einstaklingar geti verið til trafala og brugðist sé við því af bestu getu. Leikhúsið hafi þó ekki fundið fyrir aukningu á ölvun meðal gesta. Algjör hvítvínssýning Það hefur Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins og ein leikkvenna í sýningunni Bíddu bara, þó gert. Fólk sé orðið verulega samkomuþyrst. „Það er sko verið að taka fyrirpartíið og fordrykkinn og leiksýninguna og eftirpartíið og allt á þessum þremur tímum sem þú hefur áður en það er skellt í lás. Þannig að við höfum fundið fyrir því að það hefur verið, hvað á ég að segja, virk þátttaka,“ segir Björk og hlær. „En við höfum svolítið verið að tala um þetta kollegarnir, að þetta er víða.“ Þetta eigi við sýninguna Bíddu bara, sem vissulega bjóði upp á meiri þátttöku áhorfenda en gengur og gerist. „Þannig að þetta er algjör hvítvínssýning. En kannski bara, ekki drekka heila belju!“ segir Björk. Hún fer þar með eitt þriggja aðalhlutverka ásamt Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld en sú síðastnefnda hefur nú horfið frá vegna barneignarleyfis. Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur tekið við hlutverki Sölku. Komnar í samkeppni við partíið á sviðinu Þá þurfti Björk hreinlega að stöðva sýningu á verkinu á dögunum vegna hóps kvenna sem hafði sig fullmikið í frammi. „Þá sátu þær á fremsta bekk og partíið var bara komið í svo mikla samkeppni við það sem við vorum að gera á sviðinu þannig að það var eiginlega ekki vinnufært. Og svo kemur að því að maður þarf að hugsa um hina 200, sem voru kannski ekki alveg á sama stað.“
Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira