Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá á sig víti og rautt undir lok leiks? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 18:15 Til hægri: Hafsteinn Óli lýsir yfir sakleysi sínu í leik með Aftureldingu. Til vinstri: Atvikið sem um er ræðir úr leik ÍBV og HK. Seinni Bylgjan/Vísir Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, velti því fyrir sér hvort Hafsteinn Óli Ramos Rocha hefði átt að fá dæmt á sig víti og í kjölfarið rautt spjald undir lok leiks ÍBV og HK í Vestmannaeyjum um helgina. HK sótti sitt fyrsta stig um helgina er liðið sótti ÍBV heim. Lokatölur 39-39 í mögnuðum leik þar sem Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði hvorki meira né minna en 16 mörk í liði gestanna. „Hér eru HK-ingar tveimur mörkum yfir, þeir hefðu alveg getað klárað þetta,“ byrjar Stefán Árni á að segja áður en hann velti því upp hvort mögulega hefðu HK-ingar átt að fá rautt spjald og þar af leiðandi víti undir lok leiks. „Það er dæmdur ruðningur á Hafstein Óla Ramos Rocha, sem var réttur dómur. Dagur (son) ætlar að taka aukakastið en Hafsteinn er aðeins of nálægt honum og blokkar sendinguna. Mín spurning til ykkar: „Er þetta víti og rautt spjald?““ „Mér finnst persónulega ekki. Hann er ekki að stökkva fyrir, hann er að hlaupa til baka. Það er erfitt nákvæmlega hvenær hann fær boltann í höndina. Hvort hann sé tveimur eða þremur metrum frá, dómarnir eru ekki með VAR (myndbandsdómgæslu) og þetta er rosalega stór ákvörðun. Þú þarft að vera 100 prósent viss. Fyrir mér þarf þetta að vera alveg skýrt,“ sagði Jóhann Gunnar um meint brot Hafsteins. „Málið er náttúrulega að ef hann er fyrir innan er þetta klárt en eins og Jói segir, þú þarft að vera 100 prósent viss. Ég myndi ekki treysta mér ef ég sæi þetta bara einu sinni hvort hann væri tveimur eða þremur metrum frá,“ bætti Rúnar við. Sjá má spjall þeirra Stefáns Árna, Jóhanns Gunnars og Rúnars í spilaranum hér að neðan sem og myndir úr leiknum, þar á meðal meint brot Hafsteins Óla. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá rautt? Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
HK sótti sitt fyrsta stig um helgina er liðið sótti ÍBV heim. Lokatölur 39-39 í mögnuðum leik þar sem Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði hvorki meira né minna en 16 mörk í liði gestanna. „Hér eru HK-ingar tveimur mörkum yfir, þeir hefðu alveg getað klárað þetta,“ byrjar Stefán Árni á að segja áður en hann velti því upp hvort mögulega hefðu HK-ingar átt að fá rautt spjald og þar af leiðandi víti undir lok leiks. „Það er dæmdur ruðningur á Hafstein Óla Ramos Rocha, sem var réttur dómur. Dagur (son) ætlar að taka aukakastið en Hafsteinn er aðeins of nálægt honum og blokkar sendinguna. Mín spurning til ykkar: „Er þetta víti og rautt spjald?““ „Mér finnst persónulega ekki. Hann er ekki að stökkva fyrir, hann er að hlaupa til baka. Það er erfitt nákvæmlega hvenær hann fær boltann í höndina. Hvort hann sé tveimur eða þremur metrum frá, dómarnir eru ekki með VAR (myndbandsdómgæslu) og þetta er rosalega stór ákvörðun. Þú þarft að vera 100 prósent viss. Fyrir mér þarf þetta að vera alveg skýrt,“ sagði Jóhann Gunnar um meint brot Hafsteins. „Málið er náttúrulega að ef hann er fyrir innan er þetta klárt en eins og Jói segir, þú þarft að vera 100 prósent viss. Ég myndi ekki treysta mér ef ég sæi þetta bara einu sinni hvort hann væri tveimur eða þremur metrum frá,“ bætti Rúnar við. Sjá má spjall þeirra Stefáns Árna, Jóhanns Gunnars og Rúnars í spilaranum hér að neðan sem og myndir úr leiknum, þar á meðal meint brot Hafsteins Óla. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá rautt? Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01
Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03