Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá á sig víti og rautt undir lok leiks? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 18:15 Til hægri: Hafsteinn Óli lýsir yfir sakleysi sínu í leik með Aftureldingu. Til vinstri: Atvikið sem um er ræðir úr leik ÍBV og HK. Seinni Bylgjan/Vísir Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, velti því fyrir sér hvort Hafsteinn Óli Ramos Rocha hefði átt að fá dæmt á sig víti og í kjölfarið rautt spjald undir lok leiks ÍBV og HK í Vestmannaeyjum um helgina. HK sótti sitt fyrsta stig um helgina er liðið sótti ÍBV heim. Lokatölur 39-39 í mögnuðum leik þar sem Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði hvorki meira né minna en 16 mörk í liði gestanna. „Hér eru HK-ingar tveimur mörkum yfir, þeir hefðu alveg getað klárað þetta,“ byrjar Stefán Árni á að segja áður en hann velti því upp hvort mögulega hefðu HK-ingar átt að fá rautt spjald og þar af leiðandi víti undir lok leiks. „Það er dæmdur ruðningur á Hafstein Óla Ramos Rocha, sem var réttur dómur. Dagur (son) ætlar að taka aukakastið en Hafsteinn er aðeins of nálægt honum og blokkar sendinguna. Mín spurning til ykkar: „Er þetta víti og rautt spjald?““ „Mér finnst persónulega ekki. Hann er ekki að stökkva fyrir, hann er að hlaupa til baka. Það er erfitt nákvæmlega hvenær hann fær boltann í höndina. Hvort hann sé tveimur eða þremur metrum frá, dómarnir eru ekki með VAR (myndbandsdómgæslu) og þetta er rosalega stór ákvörðun. Þú þarft að vera 100 prósent viss. Fyrir mér þarf þetta að vera alveg skýrt,“ sagði Jóhann Gunnar um meint brot Hafsteins. „Málið er náttúrulega að ef hann er fyrir innan er þetta klárt en eins og Jói segir, þú þarft að vera 100 prósent viss. Ég myndi ekki treysta mér ef ég sæi þetta bara einu sinni hvort hann væri tveimur eða þremur metrum frá,“ bætti Rúnar við. Sjá má spjall þeirra Stefáns Árna, Jóhanns Gunnars og Rúnars í spilaranum hér að neðan sem og myndir úr leiknum, þar á meðal meint brot Hafsteins Óla. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá rautt? Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
HK sótti sitt fyrsta stig um helgina er liðið sótti ÍBV heim. Lokatölur 39-39 í mögnuðum leik þar sem Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði hvorki meira né minna en 16 mörk í liði gestanna. „Hér eru HK-ingar tveimur mörkum yfir, þeir hefðu alveg getað klárað þetta,“ byrjar Stefán Árni á að segja áður en hann velti því upp hvort mögulega hefðu HK-ingar átt að fá rautt spjald og þar af leiðandi víti undir lok leiks. „Það er dæmdur ruðningur á Hafstein Óla Ramos Rocha, sem var réttur dómur. Dagur (son) ætlar að taka aukakastið en Hafsteinn er aðeins of nálægt honum og blokkar sendinguna. Mín spurning til ykkar: „Er þetta víti og rautt spjald?““ „Mér finnst persónulega ekki. Hann er ekki að stökkva fyrir, hann er að hlaupa til baka. Það er erfitt nákvæmlega hvenær hann fær boltann í höndina. Hvort hann sé tveimur eða þremur metrum frá, dómarnir eru ekki með VAR (myndbandsdómgæslu) og þetta er rosalega stór ákvörðun. Þú þarft að vera 100 prósent viss. Fyrir mér þarf þetta að vera alveg skýrt,“ sagði Jóhann Gunnar um meint brot Hafsteins. „Málið er náttúrulega að ef hann er fyrir innan er þetta klárt en eins og Jói segir, þú þarft að vera 100 prósent viss. Ég myndi ekki treysta mér ef ég sæi þetta bara einu sinni hvort hann væri tveimur eða þremur metrum frá,“ bætti Rúnar við. Sjá má spjall þeirra Stefáns Árna, Jóhanns Gunnars og Rúnars í spilaranum hér að neðan sem og myndir úr leiknum, þar á meðal meint brot Hafsteins Óla. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá rautt? Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01
Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03