Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. desember 2021 11:46 Óli Björn Kárason er nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að reynt verði að jafna kynjahlutföllin í þingnefndum en takist það ekki með góðum hætti verði svo að vera. vísir/vilhelm Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. Ójafnt kynjahlutfall í allavega tveimur fastanefndum þingsins er í algeri andstöðu við nýtt ákvæði í þingskapalögum sem var samþykkt í vor og kveður á um að kynjahlutfall skuli vera eins jafnt og kostur er á. Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sitja átta konur og einn karl en í utanríkismálanefnd sitja sjö karlar og tvær konur. Forseti Alþingis, benti þingflokksformönnum á þetta vandamál fyrir helgi og segir það þeirra að leysa vandann. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur beint því til þingflokksformanna að reyna að jafna kynjahlutfallið.Vísir/Vilhelm Ábyrgðin á herðum stjórnarflokkanna Þingflokksformanni Samfylkingarinnar, þykir ábyrgðin þó vera stjórnarflokkanna. „Þetta er nú bara eitthvað sem að stjórnarflokkarnir verða að vinna í hjá sér. Þetta verkefni bara lendir á þeirra borði,“ segir Helga Vala Helgadóttir. „Ábyrgðin er ríkari þar. Þau tóku tvo þriðju hluta nefndanna sem er í fyrsta skipti síðan 1986 sem það gerist. Að valdinu sé beitt með þeim hætti.“ Helga Vala, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur málið á ábyrgð stjórnarflokkanna. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan á reyndar fjóra af níu nefndarmönnum í báðum þeim nefndum þar sem kynjahlutfallið er ójafnast. Ætlar ekki að víkjast undan ábyrgð Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að formenn þingflokka muni ræða málið á næstu dögum og reyna að finna lausn á vandanum. Hann ætlast þó til að stjórnarandstaðan taki þátt í verkefninu. „Það er nú oft þannig að það er ætlast til þess að aðrir leysi hlutina og ef svo er þá er ég ekkert að víkjast undan því en þetta er auðvitað sameiginlegt verkefni þingsins í heild,“ segir Óli Björn Kárason. Og takist ekki að laga kynjahlutfallið svo allir verði sáttir verði svo að vera, þrátt fyrir að það stangist á við þingskapalög. „Við auðvitað verðum að skipa til verka eins og við teljum að nefndirnar séu best skipaðar. Ef að það þýðir í okkar huga að það séu fleiri konur en karlar þá verður svo að vera.“ Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Ójafnt kynjahlutfall í allavega tveimur fastanefndum þingsins er í algeri andstöðu við nýtt ákvæði í þingskapalögum sem var samþykkt í vor og kveður á um að kynjahlutfall skuli vera eins jafnt og kostur er á. Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sitja átta konur og einn karl en í utanríkismálanefnd sitja sjö karlar og tvær konur. Forseti Alþingis, benti þingflokksformönnum á þetta vandamál fyrir helgi og segir það þeirra að leysa vandann. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur beint því til þingflokksformanna að reyna að jafna kynjahlutfallið.Vísir/Vilhelm Ábyrgðin á herðum stjórnarflokkanna Þingflokksformanni Samfylkingarinnar, þykir ábyrgðin þó vera stjórnarflokkanna. „Þetta er nú bara eitthvað sem að stjórnarflokkarnir verða að vinna í hjá sér. Þetta verkefni bara lendir á þeirra borði,“ segir Helga Vala Helgadóttir. „Ábyrgðin er ríkari þar. Þau tóku tvo þriðju hluta nefndanna sem er í fyrsta skipti síðan 1986 sem það gerist. Að valdinu sé beitt með þeim hætti.“ Helga Vala, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur málið á ábyrgð stjórnarflokkanna. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan á reyndar fjóra af níu nefndarmönnum í báðum þeim nefndum þar sem kynjahlutfallið er ójafnast. Ætlar ekki að víkjast undan ábyrgð Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að formenn þingflokka muni ræða málið á næstu dögum og reyna að finna lausn á vandanum. Hann ætlast þó til að stjórnarandstaðan taki þátt í verkefninu. „Það er nú oft þannig að það er ætlast til þess að aðrir leysi hlutina og ef svo er þá er ég ekkert að víkjast undan því en þetta er auðvitað sameiginlegt verkefni þingsins í heild,“ segir Óli Björn Kárason. Og takist ekki að laga kynjahlutfallið svo allir verði sáttir verði svo að vera, þrátt fyrir að það stangist á við þingskapalög. „Við auðvitað verðum að skipa til verka eins og við teljum að nefndirnar séu best skipaðar. Ef að það þýðir í okkar huga að það séu fleiri konur en karlar þá verður svo að vera.“
Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira