Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. desember 2021 11:46 Óli Björn Kárason er nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að reynt verði að jafna kynjahlutföllin í þingnefndum en takist það ekki með góðum hætti verði svo að vera. vísir/vilhelm Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. Ójafnt kynjahlutfall í allavega tveimur fastanefndum þingsins er í algeri andstöðu við nýtt ákvæði í þingskapalögum sem var samþykkt í vor og kveður á um að kynjahlutfall skuli vera eins jafnt og kostur er á. Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sitja átta konur og einn karl en í utanríkismálanefnd sitja sjö karlar og tvær konur. Forseti Alþingis, benti þingflokksformönnum á þetta vandamál fyrir helgi og segir það þeirra að leysa vandann. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur beint því til þingflokksformanna að reyna að jafna kynjahlutfallið.Vísir/Vilhelm Ábyrgðin á herðum stjórnarflokkanna Þingflokksformanni Samfylkingarinnar, þykir ábyrgðin þó vera stjórnarflokkanna. „Þetta er nú bara eitthvað sem að stjórnarflokkarnir verða að vinna í hjá sér. Þetta verkefni bara lendir á þeirra borði,“ segir Helga Vala Helgadóttir. „Ábyrgðin er ríkari þar. Þau tóku tvo þriðju hluta nefndanna sem er í fyrsta skipti síðan 1986 sem það gerist. Að valdinu sé beitt með þeim hætti.“ Helga Vala, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur málið á ábyrgð stjórnarflokkanna. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan á reyndar fjóra af níu nefndarmönnum í báðum þeim nefndum þar sem kynjahlutfallið er ójafnast. Ætlar ekki að víkjast undan ábyrgð Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að formenn þingflokka muni ræða málið á næstu dögum og reyna að finna lausn á vandanum. Hann ætlast þó til að stjórnarandstaðan taki þátt í verkefninu. „Það er nú oft þannig að það er ætlast til þess að aðrir leysi hlutina og ef svo er þá er ég ekkert að víkjast undan því en þetta er auðvitað sameiginlegt verkefni þingsins í heild,“ segir Óli Björn Kárason. Og takist ekki að laga kynjahlutfallið svo allir verði sáttir verði svo að vera, þrátt fyrir að það stangist á við þingskapalög. „Við auðvitað verðum að skipa til verka eins og við teljum að nefndirnar séu best skipaðar. Ef að það þýðir í okkar huga að það séu fleiri konur en karlar þá verður svo að vera.“ Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ójafnt kynjahlutfall í allavega tveimur fastanefndum þingsins er í algeri andstöðu við nýtt ákvæði í þingskapalögum sem var samþykkt í vor og kveður á um að kynjahlutfall skuli vera eins jafnt og kostur er á. Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sitja átta konur og einn karl en í utanríkismálanefnd sitja sjö karlar og tvær konur. Forseti Alþingis, benti þingflokksformönnum á þetta vandamál fyrir helgi og segir það þeirra að leysa vandann. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur beint því til þingflokksformanna að reyna að jafna kynjahlutfallið.Vísir/Vilhelm Ábyrgðin á herðum stjórnarflokkanna Þingflokksformanni Samfylkingarinnar, þykir ábyrgðin þó vera stjórnarflokkanna. „Þetta er nú bara eitthvað sem að stjórnarflokkarnir verða að vinna í hjá sér. Þetta verkefni bara lendir á þeirra borði,“ segir Helga Vala Helgadóttir. „Ábyrgðin er ríkari þar. Þau tóku tvo þriðju hluta nefndanna sem er í fyrsta skipti síðan 1986 sem það gerist. Að valdinu sé beitt með þeim hætti.“ Helga Vala, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur málið á ábyrgð stjórnarflokkanna. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan á reyndar fjóra af níu nefndarmönnum í báðum þeim nefndum þar sem kynjahlutfallið er ójafnast. Ætlar ekki að víkjast undan ábyrgð Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að formenn þingflokka muni ræða málið á næstu dögum og reyna að finna lausn á vandanum. Hann ætlast þó til að stjórnarandstaðan taki þátt í verkefninu. „Það er nú oft þannig að það er ætlast til þess að aðrir leysi hlutina og ef svo er þá er ég ekkert að víkjast undan því en þetta er auðvitað sameiginlegt verkefni þingsins í heild,“ segir Óli Björn Kárason. Og takist ekki að laga kynjahlutfallið svo allir verði sáttir verði svo að vera, þrátt fyrir að það stangist á við þingskapalög. „Við auðvitað verðum að skipa til verka eins og við teljum að nefndirnar séu best skipaðar. Ef að það þýðir í okkar huga að það séu fleiri konur en karlar þá verður svo að vera.“
Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira