Mótmæli í Serbíu vegna Rio Tinto Smári Jökull Jónsson skrifar 5. desember 2021 12:05 Mótmælendur í Serbíu lokuðu götum borgarinnar vegna áforma Rio Tinto Þúsundir mótmælenda lokuðu götum víða um Serbíu í gær vegna stuðnings ráðamanna þjóðarinnar við liþíumvinnslu Rio Tinto í landinu. Í höfuðborginni Belgrad lokuðu mótmælendur stórri hraðbraut og brú sem tengir miðborgina við úthverfin. Sungnir voru mótmælasöngvar og mótmælendur héldu á skiltum þar sem áformum Rio Tinto var mótmælt. Umtalsvert magn af liþíum er að finna í jörðu við bæinn Loznica og hefur Rio Tinto verið að kaupa landsvæði þar í kring en á enn eftir að fá grænt ljós frá yfirvöldum til að hefja námugröft. Forstjóri Rio Sava, dótturfyrirtækis Rio Tinto í Serbíu, segir að fyrirtækið ætli að fjárfesta fyrir 2,4 milljarða dollara í verkefninu en liþíum er meðal annars notað til að framleiða rafgeyma í bíla. Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið á Instagram en hann birti mynd af mótmælunum og skrifaði að hreint loft, vatn og matur væru grundvöllur fyrir góðri heilsu. Án þessara hluta væri allt tal um góða heilsu fáránlegt. „Þeir leyfa erlendum stórfyrirtækjum að gera það sem þau vilja í okkar landi. Allir geta komið og tekið það sem þeir vilja,“ sagði einn mótmælendanna en Aleksander Vucic forseti Serbíu hefur fengið mikla gagnrýni í málinu fyrir að gera fyrirtækinu kleift að eignast land með ólögmætum hætti og hunsa umhverfisáhrif framkvæmdanna. Kosningar fara fram í Serbíu á næsta ári og hafa gagnrýnendur mótmælanna sakað þá um að mótmælin séu tilraun til að grafa undan Vucic í aðdraganda þeirra. Í júlí birtust fréttir um það að Rio Tinto hefði samþykkt að kosta rannsóknir vegna umhverfisáhrifa Panguna námunnar á eyjunni Bougainville en fyrirtækið flúði þaðan árið 1989. Á eyjunni var á sínum tíma ein stærsta gull- og koparnáma í heimi. Serbía Umhverfismál Tengdar fréttir Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. 21. júlí 2021 07:50 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Í höfuðborginni Belgrad lokuðu mótmælendur stórri hraðbraut og brú sem tengir miðborgina við úthverfin. Sungnir voru mótmælasöngvar og mótmælendur héldu á skiltum þar sem áformum Rio Tinto var mótmælt. Umtalsvert magn af liþíum er að finna í jörðu við bæinn Loznica og hefur Rio Tinto verið að kaupa landsvæði þar í kring en á enn eftir að fá grænt ljós frá yfirvöldum til að hefja námugröft. Forstjóri Rio Sava, dótturfyrirtækis Rio Tinto í Serbíu, segir að fyrirtækið ætli að fjárfesta fyrir 2,4 milljarða dollara í verkefninu en liþíum er meðal annars notað til að framleiða rafgeyma í bíla. Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið á Instagram en hann birti mynd af mótmælunum og skrifaði að hreint loft, vatn og matur væru grundvöllur fyrir góðri heilsu. Án þessara hluta væri allt tal um góða heilsu fáránlegt. „Þeir leyfa erlendum stórfyrirtækjum að gera það sem þau vilja í okkar landi. Allir geta komið og tekið það sem þeir vilja,“ sagði einn mótmælendanna en Aleksander Vucic forseti Serbíu hefur fengið mikla gagnrýni í málinu fyrir að gera fyrirtækinu kleift að eignast land með ólögmætum hætti og hunsa umhverfisáhrif framkvæmdanna. Kosningar fara fram í Serbíu á næsta ári og hafa gagnrýnendur mótmælanna sakað þá um að mótmælin séu tilraun til að grafa undan Vucic í aðdraganda þeirra. Í júlí birtust fréttir um það að Rio Tinto hefði samþykkt að kosta rannsóknir vegna umhverfisáhrifa Panguna námunnar á eyjunni Bougainville en fyrirtækið flúði þaðan árið 1989. Á eyjunni var á sínum tíma ein stærsta gull- og koparnáma í heimi.
Serbía Umhverfismál Tengdar fréttir Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. 21. júlí 2021 07:50 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. 21. júlí 2021 07:50
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent