Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 3. desember 2021 22:45 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld þegar þeir unnu KR, 88-108, í Subway-deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn fóru hægt af stað en tóku síðar yfir leikinn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
„Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05