27 milljarðar á tveimur árum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. desember 2021 20:00 Covid er kostnaðarsamt. vísir/vilhelm Heimsfaraldurinn hefur kostað heilbrigðiskerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heilbrigðisstofnanir hafa fengið þau skilaboð úr heilbrigðisráðuneytinu að spara ekki í baráttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt. Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira