Stjórnarandstaðan kallar fjárlagafrumvarpið bráðabirgðafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2021 19:21 Stjórnarandstaðan reiknar með að ráðherrar ríkisstjórnarinnar muni leggja fram fjölmargar breytingar á nýframkomnu fjárlagafrumvarpi og því sé frumvarið eins konar bráðabirgðafrumvarp. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar reikna með að ríkisstjórnin eigi eftir að koma fram með fjölmargar breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með skömmum fyrirvara í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir frumvarpið bera það með sér hvað það væri lagt fram með skömmum fyrirvara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fjármálafrumvarpið kerfisfrumvarp sem ekki væri ætlast til að stjórnarandstaðan hefði mikið um að segja.Vísir/Vilhelm „Enda heyrir maður núna aðeins frá stjórnarliðum að þeir séu byrjaðir að velta fyrir sér að það þurfi að gera talsverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu í nefndinni. Frumvarpi sem er nýbúið að leggja fram,“ sagði Sigmundur Davíð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar vitnaði í Bjarna Beneditksson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir engu líkara en fjármálaráðherra hafi lagt fram drög að fjárlagafrumvarpi.Vísir/Vilhelm „Það sem hæstvirtur fjármálaráðherra boðaði hér þegar hann lagði fram þetta frumvarp. Að væntanlegar væru töluverðar breytingar. Ég skildi hann með þeim hætti að hann væri hér að leggja fram kannski í besta falli eitthvað sem hægt væri að kalla drög að fjárlagafrumvarpi,“ sagði Þorbjörg Sigríður og velti fyrir sér áhrif þess á afgreiðslu þingsins. Sigmundur Davíð sagði þetta vera kerfisfrumvarp og laust við alla pólitík. „Ef ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheitið úr síðasta stjórnarsáttmála um eflingu Alþingis, ég sé að þau endurtóku ekki þann brandara í nýja sáttmálanum; en ef hún hefði ætlað að gera það og leyfa þinginu að hafa raunveruleg áhrif á fjárlögin, þá væri þetta kannski jákvætt. En því miður munum við líklega horfa upp á það að ríkisstjórnin mun einfaldlega vilja nýta tímann til að gera áframhaldandi breytinigar fyrir sjálfa sig og fyrir ráðherra stjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05 Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar reikna með að ríkisstjórnin eigi eftir að koma fram með fjölmargar breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með skömmum fyrirvara í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir frumvarpið bera það með sér hvað það væri lagt fram með skömmum fyrirvara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fjármálafrumvarpið kerfisfrumvarp sem ekki væri ætlast til að stjórnarandstaðan hefði mikið um að segja.Vísir/Vilhelm „Enda heyrir maður núna aðeins frá stjórnarliðum að þeir séu byrjaðir að velta fyrir sér að það þurfi að gera talsverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu í nefndinni. Frumvarpi sem er nýbúið að leggja fram,“ sagði Sigmundur Davíð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar vitnaði í Bjarna Beneditksson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir engu líkara en fjármálaráðherra hafi lagt fram drög að fjárlagafrumvarpi.Vísir/Vilhelm „Það sem hæstvirtur fjármálaráðherra boðaði hér þegar hann lagði fram þetta frumvarp. Að væntanlegar væru töluverðar breytingar. Ég skildi hann með þeim hætti að hann væri hér að leggja fram kannski í besta falli eitthvað sem hægt væri að kalla drög að fjárlagafrumvarpi,“ sagði Þorbjörg Sigríður og velti fyrir sér áhrif þess á afgreiðslu þingsins. Sigmundur Davíð sagði þetta vera kerfisfrumvarp og laust við alla pólitík. „Ef ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheitið úr síðasta stjórnarsáttmála um eflingu Alþingis, ég sé að þau endurtóku ekki þann brandara í nýja sáttmálanum; en ef hún hefði ætlað að gera það og leyfa þinginu að hafa raunveruleg áhrif á fjárlögin, þá væri þetta kannski jákvætt. En því miður munum við líklega horfa upp á það að ríkisstjórnin mun einfaldlega vilja nýta tímann til að gera áframhaldandi breytinigar fyrir sjálfa sig og fyrir ráðherra stjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05 Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05
Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20