Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 13:56 Staðsetning fyrirhugaðrar landfyllingar. Efla. Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent