Collier um hálfleiksræðu Rúnars Inga: „Hann lét okkur heyra það“ Atli Arason skrifar 1. desember 2021 23:00 Rúnar Ingi beinir einhverjum vel völdum orðum að Aliyah Collier Bára Dröfn Aliyah Collier var enn eina ferðina stigahæst í liði Njarðvíkur, í þetta sinn með 18 stig í sigri á erkifjendunum í Grindavík. „Þetta var mjög góður sigur. Við erum að byrja aðra umferðina frekar vel og við erum búnar að vera í fínum takt, við erum að finna hvora aðra vel og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Collier í viðtali við Vísi eftir leik. Collier nefnir að góð frammistaða og samleikur liðsins í síðari hálfleik hafi skilað sigrinum í kvöld. „Liðsframmistaða, við komum út í fyrri hálfleik og vorum að klikka á nokkrum lykilskotum. Í síðari hálfleik þá fórum við að spila meira sem lið. Við vorum að tala betur saman, ná stoppum og finna leikmenn í opnu svæðunum.“ Njarðvík var 5 stigum yfir í hálfleik, 32-27, en þrátt fyrir það var Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur. Collier segir að hálfleiksræða Rúnars hafi kveikt í liðinu fyrir síðari hálfleikinn. „Hann eiginlega lét okkur heyra það,“ sagði Collier og hló áður en hún hélt áfram, „hann vildi betri varnarleik og fá fleiri stopp. Ég held að við höfum móttekið þau skilaboð og komum betri út í síðari hálfleik og gerðum það sem við erum góðar í.“ Ásamt því að gera 18 stig þá var Collier með sex stolna bolta í vörninni en Njarðvík var alls með 7 stolna bolta í kvöld. Collier virtist ekki alveg vera búinn að átta sig á því þegar hún var spurð út í alla stolnu boltana sína. „Ég elska að spila í Njarðvík. Það er ágætt að ná 6 stolnum boltum,“ sagði Collier með stórt brös á vör, „varnarleikur er minn aðal fókus, ég hreyki mér af góðum varnarleik,“ svaraði Collier aðspurð af því hvort hún væri ekki að finna sig vel í Njarðvík þar sem hún er ítrekað að skila góðum tölum á tölfræðiblaðið. Collier neyddist til að fara af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks þegar höfuð hennar lenti frekar harkalega í parketinu eftir árekstur við Robbi Ryan, leikmann Grindavíkur. „Ég fékk þungt högg og fékk mikinn höfuðverk í kjölfarið. Ég varð bara að harka af mér sem ég gerði og kom aftur inn í liðið og við sóttum sigurinn, mér líður bara nokkuð vel núna.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Collier er staðráðin í því að hefna fyrir sigurinn sem Valur náði í Ljónagryfjunni með því að vinna Valskonur á Hlíðarenda. „Við eigum harma að hefna gegn Val. Þær komu hingað í fyrstu umferðinni og spiluðu vel. Þær eru með gott lið og frábæra leikmenn. Það verður erfiður leikur en ég held að við munum enda ofan á, ég hef mikla trú á liðsfélögum mínum og þjálfurunum,“ sagði Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, full af sjálfstrausti. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Þetta var mjög góður sigur. Við erum að byrja aðra umferðina frekar vel og við erum búnar að vera í fínum takt, við erum að finna hvora aðra vel og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Collier í viðtali við Vísi eftir leik. Collier nefnir að góð frammistaða og samleikur liðsins í síðari hálfleik hafi skilað sigrinum í kvöld. „Liðsframmistaða, við komum út í fyrri hálfleik og vorum að klikka á nokkrum lykilskotum. Í síðari hálfleik þá fórum við að spila meira sem lið. Við vorum að tala betur saman, ná stoppum og finna leikmenn í opnu svæðunum.“ Njarðvík var 5 stigum yfir í hálfleik, 32-27, en þrátt fyrir það var Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur. Collier segir að hálfleiksræða Rúnars hafi kveikt í liðinu fyrir síðari hálfleikinn. „Hann eiginlega lét okkur heyra það,“ sagði Collier og hló áður en hún hélt áfram, „hann vildi betri varnarleik og fá fleiri stopp. Ég held að við höfum móttekið þau skilaboð og komum betri út í síðari hálfleik og gerðum það sem við erum góðar í.“ Ásamt því að gera 18 stig þá var Collier með sex stolna bolta í vörninni en Njarðvík var alls með 7 stolna bolta í kvöld. Collier virtist ekki alveg vera búinn að átta sig á því þegar hún var spurð út í alla stolnu boltana sína. „Ég elska að spila í Njarðvík. Það er ágætt að ná 6 stolnum boltum,“ sagði Collier með stórt brös á vör, „varnarleikur er minn aðal fókus, ég hreyki mér af góðum varnarleik,“ svaraði Collier aðspurð af því hvort hún væri ekki að finna sig vel í Njarðvík þar sem hún er ítrekað að skila góðum tölum á tölfræðiblaðið. Collier neyddist til að fara af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks þegar höfuð hennar lenti frekar harkalega í parketinu eftir árekstur við Robbi Ryan, leikmann Grindavíkur. „Ég fékk þungt högg og fékk mikinn höfuðverk í kjölfarið. Ég varð bara að harka af mér sem ég gerði og kom aftur inn í liðið og við sóttum sigurinn, mér líður bara nokkuð vel núna.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Collier er staðráðin í því að hefna fyrir sigurinn sem Valur náði í Ljónagryfjunni með því að vinna Valskonur á Hlíðarenda. „Við eigum harma að hefna gegn Val. Þær komu hingað í fyrstu umferðinni og spiluðu vel. Þær eru með gott lið og frábæra leikmenn. Það verður erfiður leikur en ég held að við munum enda ofan á, ég hef mikla trú á liðsfélögum mínum og þjálfurunum,“ sagði Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, full af sjálfstrausti.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50