Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2021 22:01 Frá Látrum þar sem sjá má Sjávarhúsið, viðbyggingin fremst á myndinni og svo skúrana lengst í burtu. Reynir Elís Þorvaldsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi. Deilurnar má rekja til þess að fulltrúi Miðvíkur ehf, sem er einn af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík, krafðist þess að smáhýsin fimm, sem reist voru á sínum tíma í fjörukambinum að Látrum í Aðalvík yrðu fjarlægð, sem og viðbygging við Sjávarhúsið svokallaða. Smáhýsin fimm og viðbyggingin við Sjávarhúsið væru að mati Miðvíkur óleyfisframkvæmdir. Lítil grenndaráhrif að mati bæjarins Deilurnar hafa staðið yfir í um nokkurt skeið, meðal annars hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísað frá kröfu Miðvíkur um að Sjávarhúsið yrði fjarlægt árið 2018. Göngugarpar ferjaðir að Látrum í gúmmíbát. Fjölmargir gönguhópar hefja göngu á Hornströndum á Látrum á hverju sumri.Vísir/Sunna Karen Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar hafnaði kröfum Miðvíkur í vor, meðal annars á þeim grundvelli að smáhýsin hefðu lítil grenndaráhrif og aðrir eigendur Látra hefðu ekki gert athugasemdir við viðbygginguna við Sjávarhúsið. Miðvík skaut þeirri niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fór fram á að ákvörðunirnar yrðu ógiltar. Telja að byggingafulltrúinn geti ekki sætt sig við umfang eignarhalds Miðvíkur Vildi Miðvík meina að samkvæmt reglum sem gildi um svæðið væri aðeins leyfilegt að reisa á fjörukambinum tvær byggingar, hin svokölluðu „Húsið við sjóinn“ og „Guðnahús“. Bæði þessi réttindi væru í eigu Miðvíkur ehf. Byggingafulltrúi Ísafjarðarbæjar hafði hafnað því að verða við kröfu Miðvíkur.Vísir/Vilhelm Þá taldi Miðvík að leyfi allra landeigenda þurfi til að raska friðlandinu, eigendur smáhýsanna hafi ekki sótt um tilskilin leyfi og það sama gilti um eigendur viðbyggingarinnar við Sjávarhúsið. Þá virtist Miðvík það vera svo að byggingarfulltrúinn gæti ekki sætt sig við að félagið væri eigandi helmings alls lands að Látrum í Aðalvík. Ísafjarðarbær beitti þeim rökum fyrir sig að nokkuð hafi verið liðið frá því að umrædd smáhýsi hafi verið sett upp og að Miðvík hafi verið eini eigandinn af fjölmörgum eigendum að Látrum sem sett hafi sig upp á móti þeim. Göngumaður virðir fyrir sér skúrana að Látrum.Golli Smáhýsunum fylgdu engin sérstök grenndaráhrif, útsýnisskerðing, skuggavarp eða annað slíkt og hafi því ekki verið borið við af hálfu Miðvíkur. Þá þyrfti sterk rök til þess að beita jafn íþyngjandi úrræðum og þvingunarrúræðum, þau hafi Miðvík ekki fært fram. Sömu rök ættu við um viðbygginguna við Sjávarhúsið auk þess sem að aðrir eigendur að Látrum hafi ekki gert athugasemdir við umrædda viðbyggingu, hvorki almennt séð né þegar eftir sjónarmiðum þeirra hafi verið leitað sérstaklega við meðferð málsins. Telja ákvörðun byggingafulltrúa hafi verið byggð á efnislegum rökum Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í báðum málum kemur fram að það mat byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að beita ekki þvingunarrúrræðum, það er að krefjast þess að húsin yrðu rifin, hafi verið stutt efnislegum rökum. Blíðskapar veður á Látrum síðasta sumar. Skúrana fimm má sjá á myndinni.Hlédís Sveinsdóttir Þá var Miðvík bent á það að félaginu standi önnur réttarúrræði til boða til að gæta hagsmuna sinna, en ekki sé hægt að líta svo á að einstaklingum sé tryggður lögvarinn réttur til að knýja byggingaryfirvöld til beitingar þvingunarúrræða vegna einstaklingsbundinna hagsmuna sinna. Var báðum kröfum Miðvíkur því hafnað en úrskurði nefndarinnar má lesa hér og hér. Ísafjarðarbær Umhverfismál Skipulag Stjórnsýsla Hornstrandir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Deilurnar má rekja til þess að fulltrúi Miðvíkur ehf, sem er einn af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík, krafðist þess að smáhýsin fimm, sem reist voru á sínum tíma í fjörukambinum að Látrum í Aðalvík yrðu fjarlægð, sem og viðbygging við Sjávarhúsið svokallaða. Smáhýsin fimm og viðbyggingin við Sjávarhúsið væru að mati Miðvíkur óleyfisframkvæmdir. Lítil grenndaráhrif að mati bæjarins Deilurnar hafa staðið yfir í um nokkurt skeið, meðal annars hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísað frá kröfu Miðvíkur um að Sjávarhúsið yrði fjarlægt árið 2018. Göngugarpar ferjaðir að Látrum í gúmmíbát. Fjölmargir gönguhópar hefja göngu á Hornströndum á Látrum á hverju sumri.Vísir/Sunna Karen Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar hafnaði kröfum Miðvíkur í vor, meðal annars á þeim grundvelli að smáhýsin hefðu lítil grenndaráhrif og aðrir eigendur Látra hefðu ekki gert athugasemdir við viðbygginguna við Sjávarhúsið. Miðvík skaut þeirri niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fór fram á að ákvörðunirnar yrðu ógiltar. Telja að byggingafulltrúinn geti ekki sætt sig við umfang eignarhalds Miðvíkur Vildi Miðvík meina að samkvæmt reglum sem gildi um svæðið væri aðeins leyfilegt að reisa á fjörukambinum tvær byggingar, hin svokölluðu „Húsið við sjóinn“ og „Guðnahús“. Bæði þessi réttindi væru í eigu Miðvíkur ehf. Byggingafulltrúi Ísafjarðarbæjar hafði hafnað því að verða við kröfu Miðvíkur.Vísir/Vilhelm Þá taldi Miðvík að leyfi allra landeigenda þurfi til að raska friðlandinu, eigendur smáhýsanna hafi ekki sótt um tilskilin leyfi og það sama gilti um eigendur viðbyggingarinnar við Sjávarhúsið. Þá virtist Miðvík það vera svo að byggingarfulltrúinn gæti ekki sætt sig við að félagið væri eigandi helmings alls lands að Látrum í Aðalvík. Ísafjarðarbær beitti þeim rökum fyrir sig að nokkuð hafi verið liðið frá því að umrædd smáhýsi hafi verið sett upp og að Miðvík hafi verið eini eigandinn af fjölmörgum eigendum að Látrum sem sett hafi sig upp á móti þeim. Göngumaður virðir fyrir sér skúrana að Látrum.Golli Smáhýsunum fylgdu engin sérstök grenndaráhrif, útsýnisskerðing, skuggavarp eða annað slíkt og hafi því ekki verið borið við af hálfu Miðvíkur. Þá þyrfti sterk rök til þess að beita jafn íþyngjandi úrræðum og þvingunarrúræðum, þau hafi Miðvík ekki fært fram. Sömu rök ættu við um viðbygginguna við Sjávarhúsið auk þess sem að aðrir eigendur að Látrum hafi ekki gert athugasemdir við umrædda viðbyggingu, hvorki almennt séð né þegar eftir sjónarmiðum þeirra hafi verið leitað sérstaklega við meðferð málsins. Telja ákvörðun byggingafulltrúa hafi verið byggð á efnislegum rökum Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í báðum málum kemur fram að það mat byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að beita ekki þvingunarrúrræðum, það er að krefjast þess að húsin yrðu rifin, hafi verið stutt efnislegum rökum. Blíðskapar veður á Látrum síðasta sumar. Skúrana fimm má sjá á myndinni.Hlédís Sveinsdóttir Þá var Miðvík bent á það að félaginu standi önnur réttarúrræði til boða til að gæta hagsmuna sinna, en ekki sé hægt að líta svo á að einstaklingum sé tryggður lögvarinn réttur til að knýja byggingaryfirvöld til beitingar þvingunarúrræða vegna einstaklingsbundinna hagsmuna sinna. Var báðum kröfum Miðvíkur því hafnað en úrskurði nefndarinnar má lesa hér og hér.
Ísafjarðarbær Umhverfismál Skipulag Stjórnsýsla Hornstrandir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent