Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2021 06:21 Gestir pallborðsins voru sammála um að bólusetningaskylda væri ekki vænleg til árangurs hér á landi. Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. Þetta var meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi á þriðjudag en gestir þáttarins voru Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Víðir hóf þáttinn á því að játa því að vissulega væru menn löngu orðnir „hundleiðir“ á sóttvarnaaðgerðum en að faraldurinn spyrði ekki að því hvort fólk væri orðið leitt á honum eða ekki. Sigríður sagðist fyrir sitt leyti lengi kallað eftir því að umræður færu fram um aðgerðirnar á „réttum vettvangi“, það er að segja hjá löggjafanum á Alþingi. Eftir því sem tíminn hefði liðið frá því að kórónuveirufaraldurinn fór af stað hefði verið erfiðara að rökstyðja að taka stjórnvaldsákvarðanir án aðkomu þingsins. „Á öllum þessum tíma er búið að taka mjög margar ákvarðanir, íþyngjandi ákvarðanir, sem ætti, ef það er fótur fyrir ákvörðununum yfir höfuð, þá ætti það að vera gert með lagasetningu en ekki reglugerðarákvörðunum framkvæmdavaldsins,“ sagði Sigríður. Gagnrýndi hún hversu fljótir menn væru til þegar eitthvað væri og nefndi í því samhengi nýtt afbrigði veirunnar, Omíkron, sem hefði strax orðið til þess að menn gæfu út yfirlýsingar um mögulegar aðgerðir þrátt fyrir að litlar upplýsingar lægju fyrir. Runólfur sagði bólusetningu langmikilvægasta inngripið sem menn hefðu til að hemja faraldurinn.Vísir/Vilhelm Blæbrigðamunur á viðbrögðum stjórnvalda Runólfur sagði viðbrögð hér og annars staðar við SARS-CoV-2 hefðu verið til þess ætluð að vernda heilsu og líf borgaranna. „Þetta er mjög hættuleg veirusýking,“ sagði hann. Allstór hundraðshluti eldra fólks yrði fyrir alvarlegum veikindum. Staðan erlendis væri mjög áþekk erlendis og hérlendis, þrátt fyrir að blæbrigðamunur væri á því hvernig menn hefðu brugðist við auknu nýgengni; hvort menn hefðu farið snemma eða seint af stað með aðgerðir. Fólk hefði kallað eftir því að lifa með veirunni. „En það breytir ekki því að ef smitdreifing verður mjög mikil; ef nýgengi verður mjög hátt, þá veikjast margir og þá munum við bara ekkert ráða við stöðuna sem kemur upp. Ekki bara vegna þess að við getum þá ekki annast nægilega vel þá sem verða veikir, heldur kannski ekki nógu vel hina sem eru með önnur vandamál,“ sagði Runólfur. Þá væru möguleg smit meðal starfsmanna einnig eitthvað sem þyrfti að horfa til. Gestir þáttarins voru sammála um að taka þyrfti samtalið um hvað best væri að geta á hverjum tíma. Sigríður gagnrýndi að sóttvarnaaðgerðir væru farnar að ganga út á að vernda heilbrigðiskerfið og sagði að menn hefðu fyrir löngu átt að leggja kerfinu eða spítalanum meira til „ef það var vandinn“. „Við erum að fást við þetta í rauntíma“ Þegar talið barst að óeiningu meðal sérfræðinga um bólusetningar og aðgerðir sagði Runólfur að vissulega hefðu menn bundið miklar vonir við bóluefnin, sem hefðu ekki alveg ræst þar sem efnin virkuðu til að mynda ekki jafn lengi og ætlað hafði verið. Bóluefnin væru hins vegar langmikilvægasta inngripið sem við hefðum til að bregðast við og draga úr faraldrinum. Þau virkuðu til dæmis mjög vel í að draga úr alvarlegum veikindum. „Við bindum hins vegar mjög mikla vonir við örvunarskammtinn; rannsóknir hafa sýnt mikinn árangur af því. Hversu lengi það mun vara vitum við ekki; við verðum að vona að það muni vara mun lengur en þessi áhrif eftir tvo skammta sem venjulega eru gefnir.“ Runólfur sagði engan ágreining uppi um mikilvægi bólusetninga til að draga úr alvarlegum veikindum. Þá ítrekaði hann að það væri enginn vafi á því að sýkingin væri alvarleg og að ná þyrfti til fólks með réttar upplýsingar um bólusetningarnar. Nokkuð var rætt um „upplýsingaóreiðu“ en Runólfur sagði jafnvel nær að tala um upplýsingaofgnótt. „Við erum að fást við þetta í rauntíma,“ sagði Víðir um þá staðreynd að menn væru að safna upplýsingum og vinna með þær á sama tíma. Á stöðufundi sóttvarnalæknis á þriðjudagsmorgun hefði komið fram að á Íslandi væri sjö sinnum líklegra að veikjast illa og lenda á spítala ef maður væri óbólusettur og það væri sjö sinnum líklegra að óbólusettir einstaklingar sem hefðu lagst inn enduðu á gjörgæslu en ef þeir væru bólusettir. Sigríður sagði því ekki haldið nógu mikið á lofti að bólusetningin drægi fyrst og fremst úr alvarlegum veikindum. Aðgerðirnar ættu að taka mið af þeirri staðreynd en ekki fjölda smita. Víðir sagði hins vegar ekki hægt að slíta þetta tvennt í sundur; föst prósenta af heildarfjölda smitaðra legðist inn á sjúkrahús. Ljóst var á umræðunum að Runólfur og Víðir höfðu meiri trú á örvunarskammtinum en Sigríður en Runólfur sagði ekki annað hægt en að byggja á þeim upplýsingum sem þó lægju fyrir. Svigrúm skapast fyrir innistæðulausan áróður „Draumurinn væri náttúrlega sá að veiran myndi stökkbreytast þannig að hún smitaði auðveldlega en skapaði ekki veikindi, ef það myndi nú gerast,“ sagði Runólfur en Sigríður greip þá inn í og sagði bóluefnin verða til þess. Runólfur benti hins vegar á að menn mynduðu misgott ónæmi eftir bólusetningu og óbólusettur hópur í samfélaginu gæti smitað þá einstaklinga sem viðkvæmir væru fyrir. Víðir minnti á að samstaðan hefði reynst gríðarlega mikilvæg í baráttunni en ábyrgð einstaklinga fælist meðal annars í því að taka ábyrgð á sínu samfélagi. Ef horft væri til baka þá væri mjög margt sem benti til þess að Íslendingar hefðu komið mjög vel út úr faraldrinum, miðað við allt. Gestir þáttarins tókust á í vinsemd og af virðingu. Gestir pallborðsins væru sammála um að bólusetningaskylda og -passar væru ekki ákjósanleg aðgerð og gætu jafnvel haft öfug áhrif. Sagði hann ákvörðun um siðferðilega spurningu á borð við passa vera á forræði löggjafans. Sigríður sagði sjálfsagt að hvetja fólk til að sinna persónubundnum sóttvörnum en setti spurningamerki við úrræði á borð við hraðpróf fyrir viðburði í ljósi þess hversu margir væru bólusettir. „Menn eru margir mjög hræddir,“ sagði Sigríður spurð um rétt bólusettra. Það mætti ekki gera lítið úr því en umræðan um sóttvarnaðgerðir mætti ekki verða til þess að menn skipuðu sér í andstæðar fylkingar. Runólfur sagði hins vegar það versta við upplýsingaóreiðuna hafa verið að svigrúm hefði skapast fyrir menn að koma að áróðri gegn bólusetningum sem byggði á röngum upplýsingum. Og því miður virtust margir vilja trúa þeim áróðri. Víðir ítrekaði að aðgengi að öllum upplýsingum um faraldurinn hérlendis væri mjög gott. Stjórnvöld hefðu valið að fara þá leið að leggja allt á borðið. Upplýsingaóreiðan snérist um þá sem stigu fram með rangar upplýsingar. „Það er ekki upplýsingaóreiða þótt við séum ekki sammála,“ sagði Víðir og hrósaði Sigríði fyrir málefnalega nálgun. „Það er upplýsingaóreiða þegar einhver vísvitandi reynir að draga fram ranga mynd af þeim staðreyndum sem liggja á borðinu.“ Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi á þriðjudag en gestir þáttarins voru Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Víðir hóf þáttinn á því að játa því að vissulega væru menn löngu orðnir „hundleiðir“ á sóttvarnaaðgerðum en að faraldurinn spyrði ekki að því hvort fólk væri orðið leitt á honum eða ekki. Sigríður sagðist fyrir sitt leyti lengi kallað eftir því að umræður færu fram um aðgerðirnar á „réttum vettvangi“, það er að segja hjá löggjafanum á Alþingi. Eftir því sem tíminn hefði liðið frá því að kórónuveirufaraldurinn fór af stað hefði verið erfiðara að rökstyðja að taka stjórnvaldsákvarðanir án aðkomu þingsins. „Á öllum þessum tíma er búið að taka mjög margar ákvarðanir, íþyngjandi ákvarðanir, sem ætti, ef það er fótur fyrir ákvörðununum yfir höfuð, þá ætti það að vera gert með lagasetningu en ekki reglugerðarákvörðunum framkvæmdavaldsins,“ sagði Sigríður. Gagnrýndi hún hversu fljótir menn væru til þegar eitthvað væri og nefndi í því samhengi nýtt afbrigði veirunnar, Omíkron, sem hefði strax orðið til þess að menn gæfu út yfirlýsingar um mögulegar aðgerðir þrátt fyrir að litlar upplýsingar lægju fyrir. Runólfur sagði bólusetningu langmikilvægasta inngripið sem menn hefðu til að hemja faraldurinn.Vísir/Vilhelm Blæbrigðamunur á viðbrögðum stjórnvalda Runólfur sagði viðbrögð hér og annars staðar við SARS-CoV-2 hefðu verið til þess ætluð að vernda heilsu og líf borgaranna. „Þetta er mjög hættuleg veirusýking,“ sagði hann. Allstór hundraðshluti eldra fólks yrði fyrir alvarlegum veikindum. Staðan erlendis væri mjög áþekk erlendis og hérlendis, þrátt fyrir að blæbrigðamunur væri á því hvernig menn hefðu brugðist við auknu nýgengni; hvort menn hefðu farið snemma eða seint af stað með aðgerðir. Fólk hefði kallað eftir því að lifa með veirunni. „En það breytir ekki því að ef smitdreifing verður mjög mikil; ef nýgengi verður mjög hátt, þá veikjast margir og þá munum við bara ekkert ráða við stöðuna sem kemur upp. Ekki bara vegna þess að við getum þá ekki annast nægilega vel þá sem verða veikir, heldur kannski ekki nógu vel hina sem eru með önnur vandamál,“ sagði Runólfur. Þá væru möguleg smit meðal starfsmanna einnig eitthvað sem þyrfti að horfa til. Gestir þáttarins voru sammála um að taka þyrfti samtalið um hvað best væri að geta á hverjum tíma. Sigríður gagnrýndi að sóttvarnaaðgerðir væru farnar að ganga út á að vernda heilbrigðiskerfið og sagði að menn hefðu fyrir löngu átt að leggja kerfinu eða spítalanum meira til „ef það var vandinn“. „Við erum að fást við þetta í rauntíma“ Þegar talið barst að óeiningu meðal sérfræðinga um bólusetningar og aðgerðir sagði Runólfur að vissulega hefðu menn bundið miklar vonir við bóluefnin, sem hefðu ekki alveg ræst þar sem efnin virkuðu til að mynda ekki jafn lengi og ætlað hafði verið. Bóluefnin væru hins vegar langmikilvægasta inngripið sem við hefðum til að bregðast við og draga úr faraldrinum. Þau virkuðu til dæmis mjög vel í að draga úr alvarlegum veikindum. „Við bindum hins vegar mjög mikla vonir við örvunarskammtinn; rannsóknir hafa sýnt mikinn árangur af því. Hversu lengi það mun vara vitum við ekki; við verðum að vona að það muni vara mun lengur en þessi áhrif eftir tvo skammta sem venjulega eru gefnir.“ Runólfur sagði engan ágreining uppi um mikilvægi bólusetninga til að draga úr alvarlegum veikindum. Þá ítrekaði hann að það væri enginn vafi á því að sýkingin væri alvarleg og að ná þyrfti til fólks með réttar upplýsingar um bólusetningarnar. Nokkuð var rætt um „upplýsingaóreiðu“ en Runólfur sagði jafnvel nær að tala um upplýsingaofgnótt. „Við erum að fást við þetta í rauntíma,“ sagði Víðir um þá staðreynd að menn væru að safna upplýsingum og vinna með þær á sama tíma. Á stöðufundi sóttvarnalæknis á þriðjudagsmorgun hefði komið fram að á Íslandi væri sjö sinnum líklegra að veikjast illa og lenda á spítala ef maður væri óbólusettur og það væri sjö sinnum líklegra að óbólusettir einstaklingar sem hefðu lagst inn enduðu á gjörgæslu en ef þeir væru bólusettir. Sigríður sagði því ekki haldið nógu mikið á lofti að bólusetningin drægi fyrst og fremst úr alvarlegum veikindum. Aðgerðirnar ættu að taka mið af þeirri staðreynd en ekki fjölda smita. Víðir sagði hins vegar ekki hægt að slíta þetta tvennt í sundur; föst prósenta af heildarfjölda smitaðra legðist inn á sjúkrahús. Ljóst var á umræðunum að Runólfur og Víðir höfðu meiri trú á örvunarskammtinum en Sigríður en Runólfur sagði ekki annað hægt en að byggja á þeim upplýsingum sem þó lægju fyrir. Svigrúm skapast fyrir innistæðulausan áróður „Draumurinn væri náttúrlega sá að veiran myndi stökkbreytast þannig að hún smitaði auðveldlega en skapaði ekki veikindi, ef það myndi nú gerast,“ sagði Runólfur en Sigríður greip þá inn í og sagði bóluefnin verða til þess. Runólfur benti hins vegar á að menn mynduðu misgott ónæmi eftir bólusetningu og óbólusettur hópur í samfélaginu gæti smitað þá einstaklinga sem viðkvæmir væru fyrir. Víðir minnti á að samstaðan hefði reynst gríðarlega mikilvæg í baráttunni en ábyrgð einstaklinga fælist meðal annars í því að taka ábyrgð á sínu samfélagi. Ef horft væri til baka þá væri mjög margt sem benti til þess að Íslendingar hefðu komið mjög vel út úr faraldrinum, miðað við allt. Gestir þáttarins tókust á í vinsemd og af virðingu. Gestir pallborðsins væru sammála um að bólusetningaskylda og -passar væru ekki ákjósanleg aðgerð og gætu jafnvel haft öfug áhrif. Sagði hann ákvörðun um siðferðilega spurningu á borð við passa vera á forræði löggjafans. Sigríður sagði sjálfsagt að hvetja fólk til að sinna persónubundnum sóttvörnum en setti spurningamerki við úrræði á borð við hraðpróf fyrir viðburði í ljósi þess hversu margir væru bólusettir. „Menn eru margir mjög hræddir,“ sagði Sigríður spurð um rétt bólusettra. Það mætti ekki gera lítið úr því en umræðan um sóttvarnaðgerðir mætti ekki verða til þess að menn skipuðu sér í andstæðar fylkingar. Runólfur sagði hins vegar það versta við upplýsingaóreiðuna hafa verið að svigrúm hefði skapast fyrir menn að koma að áróðri gegn bólusetningum sem byggði á röngum upplýsingum. Og því miður virtust margir vilja trúa þeim áróðri. Víðir ítrekaði að aðgengi að öllum upplýsingum um faraldurinn hérlendis væri mjög gott. Stjórnvöld hefðu valið að fara þá leið að leggja allt á borðið. Upplýsingaóreiðan snérist um þá sem stigu fram með rangar upplýsingar. „Það er ekki upplýsingaóreiða þótt við séum ekki sammála,“ sagði Víðir og hrósaði Sigríði fyrir málefnalega nálgun. „Það er upplýsingaóreiða þegar einhver vísvitandi reynir að draga fram ranga mynd af þeim staðreyndum sem liggja á borðinu.“
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira