Velkomin í hverfið mitt Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 1. desember 2021 07:30 Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun