Skortur á því sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 30. nóvember 2021 19:47 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir fagnaðarefni að ekki sé farið í „blóðugan niðurskurð“ í nýju fjárlagafrumvarpi. Hún segist hafa óttast það enda sé það iðulega gert á krepputímum þessum. Að öðru leyti sé „lítið að frétta“ úr fjárlögunum. „Það er ekki þessi stórsókn í húsnæðismálum sem við höfum kallað eftir, sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli og talar mjög vel inn í kjarasamninganna. Við söknum þess,“ sagði Drífa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði ekkert umfram almenna íbúðakerfið í frumvarpinu og það sama sé upp á teningnum þegar komi að húsaleigubótum. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði fjárlagafrumvarpið til marks að Íslendingum væri að vegna betur. Atvinnulífið væri að leggja grunn að sterkari stöðu ríkissjóðs. „Það breytir þó ekki því að það eru stórar áskoranir fram undan. Þrátt fyrir batnandi afkomu þá erum við að sjá gríðarlegan hallarekstur á ríkissjóði og við þurfum að finna leiðir til að brúa þennan hallarekstur,“ sagði Ásdís. Hún sagði SA hafa heyrt af því að stjórnvöld ætli að vaxa út úr vandanum en forsenda þess sé öflugt atvinnulíf. Því þyrfti að leggja áherslu á að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og skapa skilyrði til að lækka mögulega skatta. Aðspurðar hvort fylkingar þeirra beggja yrðu við kalli fjármálaráðherra um hóflegar kjaraviðræður, sagði Drífa að ASÍ legði í fyrsta lagi alltaf fram ábyrgar kröfur í kjarasamningaviðræðum. „En það fer mjög vel eftir því hvernig tilfærslukerfin verða, húsnæðismálin sérstaklega, heilbrigðismálin og öll þessi mál sem snerta raunverulegt líf fólks,“ sagði Drífa. Ásdís sagði að SA myndi „að sjálfsögðu verða við kallinu“. „Við finnum það öll á eigin skinni hve gríðarleg kjarabót er fólgin í því að búa við lága vexti,“ sagði Ásdís. Hún sagði að þess vegna skipti ábyrg hagstjórn öllu máli. Þar skiptu aðilar vinnumarkaðarins miklu máli. Fjárlagafrumvarp 2022 Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20 Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01 Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Það er ekki þessi stórsókn í húsnæðismálum sem við höfum kallað eftir, sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli og talar mjög vel inn í kjarasamninganna. Við söknum þess,“ sagði Drífa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði ekkert umfram almenna íbúðakerfið í frumvarpinu og það sama sé upp á teningnum þegar komi að húsaleigubótum. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði fjárlagafrumvarpið til marks að Íslendingum væri að vegna betur. Atvinnulífið væri að leggja grunn að sterkari stöðu ríkissjóðs. „Það breytir þó ekki því að það eru stórar áskoranir fram undan. Þrátt fyrir batnandi afkomu þá erum við að sjá gríðarlegan hallarekstur á ríkissjóði og við þurfum að finna leiðir til að brúa þennan hallarekstur,“ sagði Ásdís. Hún sagði SA hafa heyrt af því að stjórnvöld ætli að vaxa út úr vandanum en forsenda þess sé öflugt atvinnulíf. Því þyrfti að leggja áherslu á að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og skapa skilyrði til að lækka mögulega skatta. Aðspurðar hvort fylkingar þeirra beggja yrðu við kalli fjármálaráðherra um hóflegar kjaraviðræður, sagði Drífa að ASÍ legði í fyrsta lagi alltaf fram ábyrgar kröfur í kjarasamningaviðræðum. „En það fer mjög vel eftir því hvernig tilfærslukerfin verða, húsnæðismálin sérstaklega, heilbrigðismálin og öll þessi mál sem snerta raunverulegt líf fólks,“ sagði Drífa. Ásdís sagði að SA myndi „að sjálfsögðu verða við kallinu“. „Við finnum það öll á eigin skinni hve gríðarleg kjarabót er fólgin í því að búa við lága vexti,“ sagði Ásdís. Hún sagði að þess vegna skipti ábyrg hagstjórn öllu máli. Þar skiptu aðilar vinnumarkaðarins miklu máli.
Fjárlagafrumvarp 2022 Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20 Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01 Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20
Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01
Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14
Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03