Fyrsta trans manneskjan til að gegna ráðherraembætti í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 13:13 Magdalena Andersson er fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Svíþjóðar. Hér er hún með nýrri ríkisstjórn sinni. EPA Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun, daginn eftir að sænska þingið samþykkti hana sem forsætisráðherra landsins. Andersson þurfti að fá nýtt fólk inn í ríkisstjórnina eftir að Græningjar gengu úr ríkisstjórnarsamstarfinu í síðustu viku. Þá nýtti hún tækifærið og gerði hrókeringar innan ráðherraliðsins. Alls eiga 23 ráðherrar sæti í ríkisstjórninni sem er minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins sem Vinstriflokkurinn, Græningjar og Miðflokkurinn verja vantrausti. Lina Axelsson Kihlblom.Wikipedia Meðal þeirra sem koma ný inn í ríkisstjórnina er Lina Axelsson Kihlblom sem verður ráðherra málefna æðri menntunar og þar með fyrsta trans manneskjan til að gegna ráðherraembætti í landinu. Kihlblom vakti þjóðarathygli í sjónvarpsþáttunum Skólastjórunum (s. Rektorerna) þar sem meðal annars var sögð saga Kihlblom og hvernig tókst að bæta námsárangur barna í Ronnaskolan í Södertälje. „Ég ætla að taka með mér þá sannfæringu að hvert einasta barn geti náð góðum árangri í skólanum,“ sagði Kihlblom þegar hún tók við ráðherraembættinu í morgun. Andersson tilkynnti jafnframt að innanríkisráðherrann Mikael Damberg taki við embætti fjármálaráðherra – embætti sem Andersson hefur sjálf gegnt frá árinu 2014. Ann Linde verður áfram utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn tók formlega við völdum eftir fund með Karli Gústaf Svíakonungi í hádeginu. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september á næsta ári. Svíþjóð Málefni transfólks Tengdar fréttir Magdalena Andersson forsætisráðherra aftur á ný Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn. 29. nóvember 2021 12:59 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Andersson þurfti að fá nýtt fólk inn í ríkisstjórnina eftir að Græningjar gengu úr ríkisstjórnarsamstarfinu í síðustu viku. Þá nýtti hún tækifærið og gerði hrókeringar innan ráðherraliðsins. Alls eiga 23 ráðherrar sæti í ríkisstjórninni sem er minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins sem Vinstriflokkurinn, Græningjar og Miðflokkurinn verja vantrausti. Lina Axelsson Kihlblom.Wikipedia Meðal þeirra sem koma ný inn í ríkisstjórnina er Lina Axelsson Kihlblom sem verður ráðherra málefna æðri menntunar og þar með fyrsta trans manneskjan til að gegna ráðherraembætti í landinu. Kihlblom vakti þjóðarathygli í sjónvarpsþáttunum Skólastjórunum (s. Rektorerna) þar sem meðal annars var sögð saga Kihlblom og hvernig tókst að bæta námsárangur barna í Ronnaskolan í Södertälje. „Ég ætla að taka með mér þá sannfæringu að hvert einasta barn geti náð góðum árangri í skólanum,“ sagði Kihlblom þegar hún tók við ráðherraembættinu í morgun. Andersson tilkynnti jafnframt að innanríkisráðherrann Mikael Damberg taki við embætti fjármálaráðherra – embætti sem Andersson hefur sjálf gegnt frá árinu 2014. Ann Linde verður áfram utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn tók formlega við völdum eftir fund með Karli Gústaf Svíakonungi í hádeginu. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september á næsta ári.
Svíþjóð Málefni transfólks Tengdar fréttir Magdalena Andersson forsætisráðherra aftur á ný Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn. 29. nóvember 2021 12:59 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Magdalena Andersson forsætisráðherra aftur á ný Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn. 29. nóvember 2021 12:59
„Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42