„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 20:00 Glódís Guðgeirsdóttir er búsett í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi. Vísir/Egill Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli. Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli.
Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11
„Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44