RÚV greinir frá þessu í kvöld en samkvæmt heimildum miðilsins heilsast bæði móðurinni og barninu vel í dag. Hún sé ekki lengur í öndunarvél.
Svo veik var móðirin að spítalinn vildi leggja hana á grúfu svo hún ætti hægara með öndun. Það var hins vegar ekki hægt vegna þess að hún var ólétt og því var ákveðið að taka barnið með keisaraskurði, en hún var komin langt á leið.