Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2021 13:30 Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Fíkn Borgarstjórn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun