Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Smitaðir í Kársnesskóla eru langflestir á yngsta skólastigi. Vísir/vilhelm Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar. 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17
179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52
Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20