Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Smitaðir í Kársnesskóla eru langflestir á yngsta skólastigi. Vísir/vilhelm Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar. 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 99 utan sóttkvíar. 25 liggja inni á sjúkrahúsum með Covid-19 og fjölgar um fimm frá í gær. Fimm eru á gjörgæslu en voru fjórir í gær. „Þetta er bara skítt“ Flestir sem eru í einangrun á landinu eru í aldurshópnum 6 til 12 ára. Í Kársnesskóla til að mynda grasserar veiran nú meðal nemenda á þessum aldri, sem eru óbólusettir. Ákveðið var seint í gærkvöldi að fella niður allt skólahald í dag vegna ástandsins. Björg Baldursdóttir er skólastjóri Kársnesskóla. „Staðan er bara ekkert sérstök. Þetta er bara skítt. Við sjáum þetta breiðast mjög hratt út þannig að þessi ákvörðun var tekin að loka núna og gefa okkur smá andrými til að fylgja eftir og klára. Öll smitrakning er búin en við viljum kortleggja þetta og reyna að stöðva þessa útbreiðslu,“ segir Björg. Björg segir það ráðast um helgina hvort skólinn verði opnaður aftur á mánudag. Mælst sé til þess að foreldrar fari með börn sín í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann. Smitaðir í skólanum séu orðnir um fimmtíu, langflestir nemendur. „Þessi smit eru einkennalaus mörg hver. Og börnin sem eru smituð eru ekki mikið veik flest. En fullorðnir geta orðið bara mjög mikið veikir og starfsmenn hjá okkur hafa verið mikið veikir,“ segir Björg. Frá Dalvík. Þar hefur veiran náð fótfestu í samfélaginu síðustu daga.Vísir/Egill Berjast við vágestinn á Dalvík Á Dalvík fóru á hartnær fjögur hundruð manns í PCR-próf í gær eftir að starfsmenn og nemandi í Dalvíkurskóla greindust jákvæðir í heimaprófi. 23 eru nú staðfestir smitaðir, fjórir fullorðnir og nítján börn. Dalvíkurskóla, tónlistarskólanum, íþróttamiðstöðinni, bókasafni og nokkrar verslanir eru á meðal þess sem hefur verið lokað, að sögn Írisar Hauksdóttur þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að þetta verða lokatölur. Það er önnur PCR-sýnataka á mánudaginn. Við erum bara að einbeita okkur að því öll saman að ná sigri á vágestinum,“ segir Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52 Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17
179 greindust innanlands í gær 179 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 19. nóvember 2021 10:52
Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20