Gerum enn betur fyrir börnin í Breiðholti Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2021 11:00 Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar. Eitt hverfi hefur skorið sig úr þeirri nýtingu og það er hverfið mitt, Breiðholt. Í Breiðholti nýttu 40 prósent barna ekki þennan styrk árið 2019 sem þýðir að heimili barnanna ráðstöfuðu honum aldrei. Styrkurinn er nú 50.000 krónur á ári. Hvert þriggja barna heimili munar mikið um 150.000 króna styrk á ári til að greiða á móti útlögðum kostnaði við skipulagt tómstundastarf, en hvað á að gera þegar fólk nýtir ekki styrkinn? Fjármagni haldið innan hverfis Til að vinna í aukinni þátttöku barna og fjölskyldna þeirra hefur verið farið af stað með þriggja ára tilraunaverkefni sem heitir Frístundir í Breiðholti. Verkefnið gengur út á að hækka frístundakortið um 30 þúsund krónur fyrir krakka í fyrsta og öðrum bekk. Krökkunum er gert auðveldara að prófa að færa sig á milli íþrótta- og frístundastarfs án aukagjalds. Markviss kynning á íþrótta- og frístundastarfi er sameiginlegt verkefni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, grunnskólanna og íþrótta- og frístundaaðila í náinni samvinnu við samtök íbúa af erlendum uppruna, með það fyrir augum að ná til sem flestra, sérstaklega þeirra sem eru ekki virk í frístundastarfi. Nýtt starf frístundartengils varð að veruleika í febrúar á þessu ári og er hann í nánu samstarfi við skólastjóra, kennara og aðra tengiliði innan nærsamfélagsins. Hann tekur við ábendingum um krakka sem þurfa stuðning og hjálp til þátttöku. Á vormánuðum fundu 69 krakkar sig í frístundarstarfi sem ekki höfðu tekið verið þátttakendur áður í frístundarstarfi með hans aðstoðar. Í haust komu ábendingar um 112 börn og ungmenni sem verið er að vinna með núna. Ég og fleiri bentum á það hversu óheppilegt það væri að fjármagn, eyrnamerkt frístundaiðkun barna, rynni vannýtt úr hverfinu, eins og staðan var í Breiðholti. Það væri því æskilegt að þessu vannýtta fjármagni væri safnað saman í sjóð sem héldist innan hverfisins. Þess vegna var það sérlega ánægjulegt að settur var á laggirnar styrktarsjóður til að styðja við verkefnið en sjóðnum er er ætlað að koma til móts við auka kostnað sem hlýst af þátttöku í viðburðum, kaup og leigu á búnaði og umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Það má því þakka borgarstjóra sérstaklega fyrir að hafa stutt þetta tilraunaverkefni, veitt sjóðnum brautargengi auk þess að standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suður Mjódd, sem er efni í sérgrein. Þannig hefur fjármagnið, sem fór árlega úr hverfinu í gegnum vannýtt frístundakort, fengið nýjan tilgang og nýst til góðra hluta innan hverfis. Við getum verið stolt af því. Sendiherrar og brúarsmiðir Það er áskorun að ná til breiðs hóps fólks af erlendum uppruna sem býr í Breiðholtinu en fjölbreyttur félagsauður er einn helsti styrkur hverfisins. Þannig fæddist sendiherraverkefnið, sem Þjónustumiðstöðin í hverfinu heldur utan um. Það verkefni styður við Frístundir í Breiðholti og er meðal annars til að skapa vettvang og umgjörð fyrir samstarf við íbúa af erlendum uppruna innan hverfisins, efla aðgang þeirra að upplýsingum og þar með þjónustu og samfélagsþróun innan borgarinnar. Sendiherrarnir eru fulltrúar síns heimalands og eru brúarsmiðir milli sinna samlanda og þjónustu borgarinnar. Frábært verkefni sem ég bind miklar vonir við að stuðli að aukinni virkni og þátttöku falins félagsauðs. Samlagast, ekki aðlagast Þátttaka barna af erlendum uppruna í frístundastarfi er góð leið til að þau samlagist samfélaginu. Þau verða hluti af okkur og við hluti af þeim. Öll saman. Þátttakan styrkir þau við íslenska málnotkun og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka af ólíkum uppruna. Með þátttöku í frístundum verða börnin hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel í. Börn okkar allra skipta mig máli. Það þarf að gera enn betur. Ég vil gera meira og þessi sýn sem unnið er með er vísir að því að við séum á réttri leið til að tryggja að ekkert barn verði skilið eftir. Hvert barn skiptir máli. Áfram Breiðholt! Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar. Eitt hverfi hefur skorið sig úr þeirri nýtingu og það er hverfið mitt, Breiðholt. Í Breiðholti nýttu 40 prósent barna ekki þennan styrk árið 2019 sem þýðir að heimili barnanna ráðstöfuðu honum aldrei. Styrkurinn er nú 50.000 krónur á ári. Hvert þriggja barna heimili munar mikið um 150.000 króna styrk á ári til að greiða á móti útlögðum kostnaði við skipulagt tómstundastarf, en hvað á að gera þegar fólk nýtir ekki styrkinn? Fjármagni haldið innan hverfis Til að vinna í aukinni þátttöku barna og fjölskyldna þeirra hefur verið farið af stað með þriggja ára tilraunaverkefni sem heitir Frístundir í Breiðholti. Verkefnið gengur út á að hækka frístundakortið um 30 þúsund krónur fyrir krakka í fyrsta og öðrum bekk. Krökkunum er gert auðveldara að prófa að færa sig á milli íþrótta- og frístundastarfs án aukagjalds. Markviss kynning á íþrótta- og frístundastarfi er sameiginlegt verkefni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, grunnskólanna og íþrótta- og frístundaaðila í náinni samvinnu við samtök íbúa af erlendum uppruna, með það fyrir augum að ná til sem flestra, sérstaklega þeirra sem eru ekki virk í frístundastarfi. Nýtt starf frístundartengils varð að veruleika í febrúar á þessu ári og er hann í nánu samstarfi við skólastjóra, kennara og aðra tengiliði innan nærsamfélagsins. Hann tekur við ábendingum um krakka sem þurfa stuðning og hjálp til þátttöku. Á vormánuðum fundu 69 krakkar sig í frístundarstarfi sem ekki höfðu tekið verið þátttakendur áður í frístundarstarfi með hans aðstoðar. Í haust komu ábendingar um 112 börn og ungmenni sem verið er að vinna með núna. Ég og fleiri bentum á það hversu óheppilegt það væri að fjármagn, eyrnamerkt frístundaiðkun barna, rynni vannýtt úr hverfinu, eins og staðan var í Breiðholti. Það væri því æskilegt að þessu vannýtta fjármagni væri safnað saman í sjóð sem héldist innan hverfisins. Þess vegna var það sérlega ánægjulegt að settur var á laggirnar styrktarsjóður til að styðja við verkefnið en sjóðnum er er ætlað að koma til móts við auka kostnað sem hlýst af þátttöku í viðburðum, kaup og leigu á búnaði og umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Það má því þakka borgarstjóra sérstaklega fyrir að hafa stutt þetta tilraunaverkefni, veitt sjóðnum brautargengi auk þess að standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suður Mjódd, sem er efni í sérgrein. Þannig hefur fjármagnið, sem fór árlega úr hverfinu í gegnum vannýtt frístundakort, fengið nýjan tilgang og nýst til góðra hluta innan hverfis. Við getum verið stolt af því. Sendiherrar og brúarsmiðir Það er áskorun að ná til breiðs hóps fólks af erlendum uppruna sem býr í Breiðholtinu en fjölbreyttur félagsauður er einn helsti styrkur hverfisins. Þannig fæddist sendiherraverkefnið, sem Þjónustumiðstöðin í hverfinu heldur utan um. Það verkefni styður við Frístundir í Breiðholti og er meðal annars til að skapa vettvang og umgjörð fyrir samstarf við íbúa af erlendum uppruna innan hverfisins, efla aðgang þeirra að upplýsingum og þar með þjónustu og samfélagsþróun innan borgarinnar. Sendiherrarnir eru fulltrúar síns heimalands og eru brúarsmiðir milli sinna samlanda og þjónustu borgarinnar. Frábært verkefni sem ég bind miklar vonir við að stuðli að aukinni virkni og þátttöku falins félagsauðs. Samlagast, ekki aðlagast Þátttaka barna af erlendum uppruna í frístundastarfi er góð leið til að þau samlagist samfélaginu. Þau verða hluti af okkur og við hluti af þeim. Öll saman. Þátttakan styrkir þau við íslenska málnotkun og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka af ólíkum uppruna. Með þátttöku í frístundum verða börnin hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel í. Börn okkar allra skipta mig máli. Það þarf að gera enn betur. Ég vil gera meira og þessi sýn sem unnið er með er vísir að því að við séum á réttri leið til að tryggja að ekkert barn verði skilið eftir. Hvert barn skiptir máli. Áfram Breiðholt! Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun