Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 15:56 Paul Gosar frá Arizona er einn af öfgafyllri þingmönnum Repúblikanaflokksins. AP/Andrew Harnik Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla að ávíta þingmanni Repúblikanaflokksins sem birti myndband sem sýndi hann drepa þingkonu og leggja til Joes Biden forseta með sverðum á samfélagsmiðlum. Repúblikanar vildu ekki refsa þingmanninum. Paul Gosar er umdeildur þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona en hann hefur meðal annars komið fram á viðburðum með hægriöfgamönnum og dreift upplýsingafalsi um forsetakosningarnar í fyrra. Svo umdeildur er hann að hans eigin systkini hvöttu kjósendur til þess að velja frekar keppinaut hans í þingkosningunum árið 2018. Fyrir nokkrum dögum birti Gosar teiknimynd sem átt hafði verið við þannig að hann virtist drepast Alexandriu Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkonu Demókrataflokksins, og drepa Biden forseta. Gosar hélt því fram að myndbandið væri „táknrænt“ fyrir baráttu flokkanna um innflytjendastefnu en eyddi myndbandinu síðan af samfélagsmiðlasíðum sínum. Fulltrúadeildin greiðir atkvæði um formlegar ávítur á hendur Gosar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er kallað eftir því að þingmaðurinn missi sæti sín í tveimur þingnefndum. Hann situ meðal annars með Ocasio-Cortez í eftirlitsnefnd þingsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ofbeldishótanir í garð þingmanna og forsetans yrðu ekki umbornar. Hún sagði fréttamönnum jafnframt að það væri svívirðilegt að þingflokkur repúblikana í fulltrúadeildinni hefði ekki aðhafst neitt vegna málsins. Speaker Pelosi to @GarrettHaake on the Gosar censure vote today and slamming the GOP for not acting pic.twitter.com/06twoXqShD— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) November 17, 2021 Repúblikanar segja það á móti varhugarvert að meirihlutinn í fulltrúadeildinni noti völd sín til þess að refsa þingmanni minnihlutans og að það setji slæmt fordæmi. Segir Gosar ógeð sem hafi ekki beðist afsökunar Ocasio-Cortez er á meðal vinstrisinnaðri þingmanna Demókrataflokksins og repúblikanar hafa reynt að nota hana sem grýlu á kjósendur um að demókratar aðhyllist vinstriöfgahyggju. Hún brást við myndbandinu með því að lýsa Gosar sem ógeðslegum. Myndbandið væru hugarórar hans um að drepa hana. Hvorki Gosar né Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi beðið hana afsökunar á myndbandinu. Þess í stað hafi Gosar sakað hana um að vera einhvers konar fulltrúa fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa meðal annars birt falsaða nektarmynd af Ocasio-Cortez. Hún sakaði einn þingmann Repúblikanaflokksins um að hafa kallað sig „helvítis tík“ þegar þau mættust við þinghúsið í Washington-borg í fyrra. Síðast voru ávítur samþykktar á hendur bandarísks fulltrúadeildarþingmanns árið 2010. Þá sætti Charles Rangel, þingmaður demókrata, ákúrum fyrir fjárglæfrar. Engar frekari afleiðingar fylgja því að vera ávíttur í þinginu aðrar en mögulegir álitshnekkir. Marjorie Taylor Green, þingkona repúblikana frá Georgíu, var svipt nefndarstörfum fyrir að deila hatursorðræðu og ofbeldisfullum samsæriskenningum fyrr á þessu ári. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34 Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Paul Gosar er umdeildur þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona en hann hefur meðal annars komið fram á viðburðum með hægriöfgamönnum og dreift upplýsingafalsi um forsetakosningarnar í fyrra. Svo umdeildur er hann að hans eigin systkini hvöttu kjósendur til þess að velja frekar keppinaut hans í þingkosningunum árið 2018. Fyrir nokkrum dögum birti Gosar teiknimynd sem átt hafði verið við þannig að hann virtist drepast Alexandriu Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkonu Demókrataflokksins, og drepa Biden forseta. Gosar hélt því fram að myndbandið væri „táknrænt“ fyrir baráttu flokkanna um innflytjendastefnu en eyddi myndbandinu síðan af samfélagsmiðlasíðum sínum. Fulltrúadeildin greiðir atkvæði um formlegar ávítur á hendur Gosar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er kallað eftir því að þingmaðurinn missi sæti sín í tveimur þingnefndum. Hann situ meðal annars með Ocasio-Cortez í eftirlitsnefnd þingsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ofbeldishótanir í garð þingmanna og forsetans yrðu ekki umbornar. Hún sagði fréttamönnum jafnframt að það væri svívirðilegt að þingflokkur repúblikana í fulltrúadeildinni hefði ekki aðhafst neitt vegna málsins. Speaker Pelosi to @GarrettHaake on the Gosar censure vote today and slamming the GOP for not acting pic.twitter.com/06twoXqShD— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) November 17, 2021 Repúblikanar segja það á móti varhugarvert að meirihlutinn í fulltrúadeildinni noti völd sín til þess að refsa þingmanni minnihlutans og að það setji slæmt fordæmi. Segir Gosar ógeð sem hafi ekki beðist afsökunar Ocasio-Cortez er á meðal vinstrisinnaðri þingmanna Demókrataflokksins og repúblikanar hafa reynt að nota hana sem grýlu á kjósendur um að demókratar aðhyllist vinstriöfgahyggju. Hún brást við myndbandinu með því að lýsa Gosar sem ógeðslegum. Myndbandið væru hugarórar hans um að drepa hana. Hvorki Gosar né Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi beðið hana afsökunar á myndbandinu. Þess í stað hafi Gosar sakað hana um að vera einhvers konar fulltrúa fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa meðal annars birt falsaða nektarmynd af Ocasio-Cortez. Hún sakaði einn þingmann Repúblikanaflokksins um að hafa kallað sig „helvítis tík“ þegar þau mættust við þinghúsið í Washington-borg í fyrra. Síðast voru ávítur samþykktar á hendur bandarísks fulltrúadeildarþingmanns árið 2010. Þá sætti Charles Rangel, þingmaður demókrata, ákúrum fyrir fjárglæfrar. Engar frekari afleiðingar fylgja því að vera ávíttur í þinginu aðrar en mögulegir álitshnekkir. Marjorie Taylor Green, þingkona repúblikana frá Georgíu, var svipt nefndarstörfum fyrir að deila hatursorðræðu og ofbeldisfullum samsæriskenningum fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34 Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53