Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 12. nóvember 2021 21:55 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans en Hrefna Sverrisdóttir er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Þær eru ekki sammála um ágæti aðgerða. Stöð 2 Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira