Tónleikunum hefur áður verið frestað vegna faraldursins en til stóð að halda þá 27. nóvember næstkomandi.
„Ekki er hægt að sjá að miðað við þær hömlur sem voru kynntar sé gerlegt að halda tónleikana. Þetta er mjög sorglegt fyrir allan viðburðageirann og um gríðarlegt tjón að ræða þar sem aðeins tvær vikur eru í tónleikana.“
Skipuleggjendur segjast vera í samtali við alla sem að tónleikunum koma og muni svo tilkynna niðurstöðu eins fljótt og hægt er.
„Á meðan viljum við þakka miðahöfum fyrir þolinmæði og skilninginn.“