Andersson fær fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 16:15 Magdalena Andersson varð í síðustu viku leiðtogi Sænska jafnaðarmannaflokksins. EPA/Adam Ihse Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar og nýr leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur fyrst leiðtoga flokka á sænska þinginu fengið stjórnarmyndunarumboð. Mynda þarf nýja ríkisstjórn eftir að Stefan Löfven sagði af sér. Andreas Norlén þingforseti fundaði með leiðtogum flokka á þingi fyrr í dag og tilkynndi að fundum loknum að Andersson fengi umboðið. Hann sagði mikilvægt að stofna nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er og gaf Andersson frest til þriðjudags til að leggja grunn að nýrri ríkisstjórn, samkvæmt frétt SVT. Norlén sagði einnig í dag að þetta yrði þriðja ríkisstjórnin sem yrði mynduð á kjörtímabili hans. Það væru um níutíu ár síðan Svíþjóð hefði síðast gengið í gegnum eins margar ríkisstjórnir og undanfarin þrjú ár. Takist Anderssen að mynda ríkisstjórn yrði hún 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu. Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn, stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, hafa átt í viðræðum við stjórnarflokkanna síðustu daga um skilyrði þess að stuðningsflokkarnir greiði ekki atkvæði gegn Andersson sem næsti forsætisráðherra í komandi atkvæðagreiðslu á þinginu. SVT hefur eftir Nooshi Dadgostar, leiðtoga Vinstriflokksins, að hún búist við því að taka þátt í viðræðunum. Hún segir einnig að þær gætu orðið erfiðar og vísar sérstaklega til lífeyris. Hann þurfi að hækka. Svíþjóð Tengdar fréttir Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. 11. nóvember 2021 13:29 Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7. nóvember 2021 16:47 Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Andreas Norlén þingforseti fundaði með leiðtogum flokka á þingi fyrr í dag og tilkynndi að fundum loknum að Andersson fengi umboðið. Hann sagði mikilvægt að stofna nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er og gaf Andersson frest til þriðjudags til að leggja grunn að nýrri ríkisstjórn, samkvæmt frétt SVT. Norlén sagði einnig í dag að þetta yrði þriðja ríkisstjórnin sem yrði mynduð á kjörtímabili hans. Það væru um níutíu ár síðan Svíþjóð hefði síðast gengið í gegnum eins margar ríkisstjórnir og undanfarin þrjú ár. Takist Anderssen að mynda ríkisstjórn yrði hún 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu. Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn, stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, hafa átt í viðræðum við stjórnarflokkanna síðustu daga um skilyrði þess að stuðningsflokkarnir greiði ekki atkvæði gegn Andersson sem næsti forsætisráðherra í komandi atkvæðagreiðslu á þinginu. SVT hefur eftir Nooshi Dadgostar, leiðtoga Vinstriflokksins, að hún búist við því að taka þátt í viðræðunum. Hún segir einnig að þær gætu orðið erfiðar og vísar sérstaklega til lífeyris. Hann þurfi að hækka.
Svíþjóð Tengdar fréttir Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. 11. nóvember 2021 13:29 Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7. nóvember 2021 16:47 Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. 11. nóvember 2021 13:29
Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7. nóvember 2021 16:47
Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48