Andersson fær fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 16:15 Magdalena Andersson varð í síðustu viku leiðtogi Sænska jafnaðarmannaflokksins. EPA/Adam Ihse Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar og nýr leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur fyrst leiðtoga flokka á sænska þinginu fengið stjórnarmyndunarumboð. Mynda þarf nýja ríkisstjórn eftir að Stefan Löfven sagði af sér. Andreas Norlén þingforseti fundaði með leiðtogum flokka á þingi fyrr í dag og tilkynndi að fundum loknum að Andersson fengi umboðið. Hann sagði mikilvægt að stofna nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er og gaf Andersson frest til þriðjudags til að leggja grunn að nýrri ríkisstjórn, samkvæmt frétt SVT. Norlén sagði einnig í dag að þetta yrði þriðja ríkisstjórnin sem yrði mynduð á kjörtímabili hans. Það væru um níutíu ár síðan Svíþjóð hefði síðast gengið í gegnum eins margar ríkisstjórnir og undanfarin þrjú ár. Takist Anderssen að mynda ríkisstjórn yrði hún 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu. Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn, stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, hafa átt í viðræðum við stjórnarflokkanna síðustu daga um skilyrði þess að stuðningsflokkarnir greiði ekki atkvæði gegn Andersson sem næsti forsætisráðherra í komandi atkvæðagreiðslu á þinginu. SVT hefur eftir Nooshi Dadgostar, leiðtoga Vinstriflokksins, að hún búist við því að taka þátt í viðræðunum. Hún segir einnig að þær gætu orðið erfiðar og vísar sérstaklega til lífeyris. Hann þurfi að hækka. Svíþjóð Tengdar fréttir Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. 11. nóvember 2021 13:29 Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7. nóvember 2021 16:47 Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Andreas Norlén þingforseti fundaði með leiðtogum flokka á þingi fyrr í dag og tilkynndi að fundum loknum að Andersson fengi umboðið. Hann sagði mikilvægt að stofna nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er og gaf Andersson frest til þriðjudags til að leggja grunn að nýrri ríkisstjórn, samkvæmt frétt SVT. Norlén sagði einnig í dag að þetta yrði þriðja ríkisstjórnin sem yrði mynduð á kjörtímabili hans. Það væru um níutíu ár síðan Svíþjóð hefði síðast gengið í gegnum eins margar ríkisstjórnir og undanfarin þrjú ár. Takist Anderssen að mynda ríkisstjórn yrði hún 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu. Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn, stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, hafa átt í viðræðum við stjórnarflokkanna síðustu daga um skilyrði þess að stuðningsflokkarnir greiði ekki atkvæði gegn Andersson sem næsti forsætisráðherra í komandi atkvæðagreiðslu á þinginu. SVT hefur eftir Nooshi Dadgostar, leiðtoga Vinstriflokksins, að hún búist við því að taka þátt í viðræðunum. Hún segir einnig að þær gætu orðið erfiðar og vísar sérstaklega til lífeyris. Hann þurfi að hækka.
Svíþjóð Tengdar fréttir Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. 11. nóvember 2021 13:29 Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7. nóvember 2021 16:47 Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. 11. nóvember 2021 13:29
Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7. nóvember 2021 16:47
Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48