Gömul NBA stjarna ætlar að slást við gamla NFL stjörnu í hringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 15:00 Deron Williams og Frank Gore frá þeim dögum sem þeir spiluðu í NBA og NFL. Samsett/Getty Þeir eru kannski hættir að spila í NBA og NFL en voru aftur á móti tilbúnir að prufa hvernig þeir koma út í nýrri íþrótt. Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore. NFL NBA Box Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore.
NFL NBA Box Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira