Opnaði sýningu með sínum dimmustu hugsunum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 11:31 Guðni Th. forseti Íslands var á meðal gesta um helgina en Tryggvi sló í gegn sem Guðni í áramótaskaupinu fyrir nokkrum árum. Facebook/Litla gallerý „Textana skrifaði ég á mínum dimmustu stundum í baráttu við þunglyndi og í allskonar flækjum með andlegu heilsuna mína,“ segir Hafnfirðingurinn og leikarinn Tryggvi Rafnsson um sýninguna sína Ég, í Litla Gallerý á Strandgötu í Hafnarfirði. Sýningin var opin alla helgina og verður aukaopnun á morgun, þriðjudag, frá 15 til 19. „Fyrr á þessu ári lagðist ég inná geðdeild landspítalans og þar hófst nýtt ferðalag þar sem ég hef með aðstoð fjölskyldu, vina og sérfræðinga náð mér á góðan stað aftur. Þessir textar spiluðu þar stórt hlutverk,“ segir Tryggvi um sýninguna. Á sýningunni afhjúpar Tryggvi eigin vanlíðan meðal annars á mestu hamingjustundum lífsins. Ákveðið hefur verið hafa auka opnun á sýningunni í ljósi sterkra og einlægra viðbragða um nýliðna helgi. Á sýningunni ávarpar Tryggvi samfélagið og vekur athygli á því að geðveiki er grafalvarleg. Textar Tryggva eru áhrifaríkir og einlægir og til þess fallnir að snerta taugar og tilfinningar sýningargesta. Allt of oft feimnismál „Eitt megin markmið sýningarinnar minnar í Litla Gallerý um helgina er að taka þátt og nota mína rödd til þess að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Þetta er oft mikið feimnismál og fólk skammast sín oft fyrir að eiga í andlegum erfiðleikum. Ég hef hinsvegar þá bjargföstu trú að meira og minna allir gangi einhvertímann í gegnum andlega erfiðleika í sínu lífi,“ segir Tryggvi. Aðsókn helgarinnar fór fram úr björtustu vonum og væntingum. Meðal sýningargesta voru Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Ágúst Bjarni Garðarson þingmaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Sýningin hefur haft gríðarleg áhrif á gesti og hefur Tryggva verið hrósað fyrir hugrekkið til þess að setja orðin á blað með þessum hætti og berskjalda sjálfan sig. „Við erum öll manneskjur og við finnum til. Við meiðum okkur þegar við dettum og það er vont að brjóta beinin í sér. Við förum til læknis þegar við erum lasin og við förum til sjúkraþjálfara þegar við erum í endurhæfingu. Andleg veikindi eru ekkert öðruvísi! Eini munurinn er sá að þau eru oft algerlega ósýnileg. Við viljum ekki tala um þau og við felum það hvernig okkur líður.“ Covid gerði ástandið enn verra Með opinberuninni vill Tryggvi, nú þegar hann hefur styrk, kraft og heilsu til, nota rödd sína og reynslu til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og því neyðarástandi sem þar ríkir. Alltof margir séu að berjast líkt og hann og mikilvægt að rödd þeirra sem þurfa aðstoð fái að heyrast. Andlegir erfiðleikar eiga ekki að vera feimismál og sorgleg sú staðreynd hve margir kveðja heiminn mitt í eigin vanlíðan sökum úrræðaleysis og öngstrætis. Samfélagið þarf að samþykkja geðveiki og þunglyndi sem sjúkdóm og bregðast betur og kröftugar við. Tryggvi segir mikilvægt að tala opið um andlega líðan.Facebook/Litla gallerý Tryggvi bendir á að Covid faraldurinn hafi haft gríðarleg áhrif til hins verra. Einstaklingar hafi verið hvattir til að einangra sig og halda fjarlægð. „Þetta hefur verið nauðsynlegt vegna veirunnar sjálfrar en þetta hefur haft gríðarlega slæm áhrif á okkar einangruðustu hópa. Fólk sem að var félagslega einangrað fyrir Coviid einangraði sig ennþá meira og lokaði sig af. Fylgifiskur faraldursins, en það þarf að bregðast við þessu! Yfirvöld, heilbrigðisstofnanir og við öll sem samfélag þurfum að pæla í þessu og bregðast við! Við þurfum að láta þetta skipta okkur máli, af því að þetta skiptir okkur máli! Það þarf að setja geðheilbrigðismál í forgang í okkar samfélagi!“ Byrjar hjá okkur sjálfum Tryggvi bendir á að Landspítalinn fer reglulega á neyðarástand vegna áhrifa Coviid faraldursins, en það þurfti engan faraldur til þess að það væri neyðarástand inná Geðdeild Landspítalans. „Þar er fólk í lífshættu! Alla daga ársins. Alltaf! Það er líka fólk sem er í lífshættu sem að kemur að lokuðum dyrum á geðdeild. Er vísað frá! Af því að það er ekki pláss! Ég veit það… af því að ég hef verið þar.“ Hann segir nauðsynlegt að gera lífsbjargir andlega veiks fólks aðgengilegri. „Við þurfum að standa við það sem var samþykkt á Alþingi að niðurgreiða sálfræðiþjónustuna. Ekki samþykkja það og segja svo að það sé ekki til peningur til þess að framkvæma það. Við þurfum að láta þetta skipta okkur máli! Við öll sem samfélag og við öll sem einstaklingar! Við þurfum að segja við okkur sjálf að við ætlum ekki að missa einn einasta einstakling framar í sjálfsvíg vegna þess að þessum einstakling leið illa og sá enga aðra leið út. Við þurfum að gera þetta og við eigum að gera þetta! Þetta byrjar allt hjá okkur sjálfum og ég trúi því að það vilji allir taka þátt í þessu!“ Geðheilbrigði Myndlist Menning Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tryggvi setti upp forsetabuffið Viðburðastýrurnar Dagmar Haraldsdóttir og Sandra Ýr Dungal hafa tekið höndum saman og stofnað viðburðafyrirtækið Concept Events og í tilefni þess héldu þær skemmtilegt opnunarpartý á Pedersen svítunni í Gamla bíói í gær. Það var mikið fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Leikarinn Tryggvi Rafnsson, sem lék forseta Íslands svo vel í áramótaskaupinu, lét sig ekki vanta og skellti að sjálfsögðu upp forsetabuffi. 13. janúar 2017 16:30 Fékk kveðju frá Guðna Th eftir að hafa slegið í gegn í Skaupinu sem Guðni Th Tryggvi Rafnsson túlkaði Guðna Th. í Áramótaskaupinu og fékk kveðjur frá forsetanum fyrir vikið. 1. janúar 2017 22:36 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Sýningin var opin alla helgina og verður aukaopnun á morgun, þriðjudag, frá 15 til 19. „Fyrr á þessu ári lagðist ég inná geðdeild landspítalans og þar hófst nýtt ferðalag þar sem ég hef með aðstoð fjölskyldu, vina og sérfræðinga náð mér á góðan stað aftur. Þessir textar spiluðu þar stórt hlutverk,“ segir Tryggvi um sýninguna. Á sýningunni afhjúpar Tryggvi eigin vanlíðan meðal annars á mestu hamingjustundum lífsins. Ákveðið hefur verið hafa auka opnun á sýningunni í ljósi sterkra og einlægra viðbragða um nýliðna helgi. Á sýningunni ávarpar Tryggvi samfélagið og vekur athygli á því að geðveiki er grafalvarleg. Textar Tryggva eru áhrifaríkir og einlægir og til þess fallnir að snerta taugar og tilfinningar sýningargesta. Allt of oft feimnismál „Eitt megin markmið sýningarinnar minnar í Litla Gallerý um helgina er að taka þátt og nota mína rödd til þess að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Þetta er oft mikið feimnismál og fólk skammast sín oft fyrir að eiga í andlegum erfiðleikum. Ég hef hinsvegar þá bjargföstu trú að meira og minna allir gangi einhvertímann í gegnum andlega erfiðleika í sínu lífi,“ segir Tryggvi. Aðsókn helgarinnar fór fram úr björtustu vonum og væntingum. Meðal sýningargesta voru Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Ágúst Bjarni Garðarson þingmaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Sýningin hefur haft gríðarleg áhrif á gesti og hefur Tryggva verið hrósað fyrir hugrekkið til þess að setja orðin á blað með þessum hætti og berskjalda sjálfan sig. „Við erum öll manneskjur og við finnum til. Við meiðum okkur þegar við dettum og það er vont að brjóta beinin í sér. Við förum til læknis þegar við erum lasin og við förum til sjúkraþjálfara þegar við erum í endurhæfingu. Andleg veikindi eru ekkert öðruvísi! Eini munurinn er sá að þau eru oft algerlega ósýnileg. Við viljum ekki tala um þau og við felum það hvernig okkur líður.“ Covid gerði ástandið enn verra Með opinberuninni vill Tryggvi, nú þegar hann hefur styrk, kraft og heilsu til, nota rödd sína og reynslu til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og því neyðarástandi sem þar ríkir. Alltof margir séu að berjast líkt og hann og mikilvægt að rödd þeirra sem þurfa aðstoð fái að heyrast. Andlegir erfiðleikar eiga ekki að vera feimismál og sorgleg sú staðreynd hve margir kveðja heiminn mitt í eigin vanlíðan sökum úrræðaleysis og öngstrætis. Samfélagið þarf að samþykkja geðveiki og þunglyndi sem sjúkdóm og bregðast betur og kröftugar við. Tryggvi segir mikilvægt að tala opið um andlega líðan.Facebook/Litla gallerý Tryggvi bendir á að Covid faraldurinn hafi haft gríðarleg áhrif til hins verra. Einstaklingar hafi verið hvattir til að einangra sig og halda fjarlægð. „Þetta hefur verið nauðsynlegt vegna veirunnar sjálfrar en þetta hefur haft gríðarlega slæm áhrif á okkar einangruðustu hópa. Fólk sem að var félagslega einangrað fyrir Coviid einangraði sig ennþá meira og lokaði sig af. Fylgifiskur faraldursins, en það þarf að bregðast við þessu! Yfirvöld, heilbrigðisstofnanir og við öll sem samfélag þurfum að pæla í þessu og bregðast við! Við þurfum að láta þetta skipta okkur máli, af því að þetta skiptir okkur máli! Það þarf að setja geðheilbrigðismál í forgang í okkar samfélagi!“ Byrjar hjá okkur sjálfum Tryggvi bendir á að Landspítalinn fer reglulega á neyðarástand vegna áhrifa Coviid faraldursins, en það þurfti engan faraldur til þess að það væri neyðarástand inná Geðdeild Landspítalans. „Þar er fólk í lífshættu! Alla daga ársins. Alltaf! Það er líka fólk sem er í lífshættu sem að kemur að lokuðum dyrum á geðdeild. Er vísað frá! Af því að það er ekki pláss! Ég veit það… af því að ég hef verið þar.“ Hann segir nauðsynlegt að gera lífsbjargir andlega veiks fólks aðgengilegri. „Við þurfum að standa við það sem var samþykkt á Alþingi að niðurgreiða sálfræðiþjónustuna. Ekki samþykkja það og segja svo að það sé ekki til peningur til þess að framkvæma það. Við þurfum að láta þetta skipta okkur máli! Við öll sem samfélag og við öll sem einstaklingar! Við þurfum að segja við okkur sjálf að við ætlum ekki að missa einn einasta einstakling framar í sjálfsvíg vegna þess að þessum einstakling leið illa og sá enga aðra leið út. Við þurfum að gera þetta og við eigum að gera þetta! Þetta byrjar allt hjá okkur sjálfum og ég trúi því að það vilji allir taka þátt í þessu!“
Geðheilbrigði Myndlist Menning Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tryggvi setti upp forsetabuffið Viðburðastýrurnar Dagmar Haraldsdóttir og Sandra Ýr Dungal hafa tekið höndum saman og stofnað viðburðafyrirtækið Concept Events og í tilefni þess héldu þær skemmtilegt opnunarpartý á Pedersen svítunni í Gamla bíói í gær. Það var mikið fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Leikarinn Tryggvi Rafnsson, sem lék forseta Íslands svo vel í áramótaskaupinu, lét sig ekki vanta og skellti að sjálfsögðu upp forsetabuffi. 13. janúar 2017 16:30 Fékk kveðju frá Guðna Th eftir að hafa slegið í gegn í Skaupinu sem Guðni Th Tryggvi Rafnsson túlkaði Guðna Th. í Áramótaskaupinu og fékk kveðjur frá forsetanum fyrir vikið. 1. janúar 2017 22:36 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Tryggvi setti upp forsetabuffið Viðburðastýrurnar Dagmar Haraldsdóttir og Sandra Ýr Dungal hafa tekið höndum saman og stofnað viðburðafyrirtækið Concept Events og í tilefni þess héldu þær skemmtilegt opnunarpartý á Pedersen svítunni í Gamla bíói í gær. Það var mikið fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Leikarinn Tryggvi Rafnsson, sem lék forseta Íslands svo vel í áramótaskaupinu, lét sig ekki vanta og skellti að sjálfsögðu upp forsetabuffi. 13. janúar 2017 16:30
Fékk kveðju frá Guðna Th eftir að hafa slegið í gegn í Skaupinu sem Guðni Th Tryggvi Rafnsson túlkaði Guðna Th. í Áramótaskaupinu og fékk kveðjur frá forsetanum fyrir vikið. 1. janúar 2017 22:36