Breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wilson hafi látist eftir stutt veikindi.
Wilson var starfandi innan UB40 allt til ársins 2013 eða þar til hann stofnaði sveitina UB40 featuring Ali Campbell and Astro.
„Heimurinn verður ekki samur án hans,“ segja félagar hans í sveitinni á samfélagsmiðlum.
UB40 var stofnuð í Birmingham árið 1978, en nafn sveitarinnar sóttu þeir í númer á eyðublaði sem atvinnuleitendur fylltu út á bresku vinnumálastofnuninni.
Sveitin naut mikilla vinsælda á sínum tíma, en meðal þekkta laga hennar má nefna Red Red Wine og svo (I Can’t Help) Falling in Love.
Fréttirnar af andláti Wilson koma einungis fáeinum mánuðum eftir andlát Brian Travers, saxófónleikara og lagasmið UB40. Travers lést af völdum krabbameins.