Stefnir í yfirburðasigur Ortega í „látbragðskosningum“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 10:24 Veggmynd af Daniel Ortega í höfuðborginni Managva. Hann var marxískur skæruliðaforingi sem tók þátt í steypa einræðisherra landsins á 8. áratugnum. Sem forseti hefur hann sankað að sér völdum og fjölskylda hans hefur grætt á tá og fingri. AP/Andres Nunes Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Níkaragva benda til stórsigurs Daniels Ortega forseta. Hann lét handtaka flesta mótframbjóðendur sínar fyrir kosningarnar og hefur Bandaríkjastjórn lýst kosningunum sem látbragðsleik. Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns. Níkaragva Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns.
Níkaragva Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira